Keppni
Íslenska kokkalandsliðið fékk höfðinglegar móttökur
Við heimkomuna fékk Kokkalandsliðið skemmtilegar móttökur á Keflavíkurflugvelli þegar starfsmenn flugvallaþjónustunnar sprautuðu heiðursboga yfir flugvél Icelandair sem flutti liðið heim. Síðan biðu blóm og kampavín í Leifstöð.

Gunnhildur Vilbergsdóttir, deildarstjóri í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, afhenti, Þráni Vigfússyni fyrirliða liðsins, blómvönd við komuna til landsins.

María Shramko, einn liðsmanna kokkalandsliðsins, vann þrenn gullverðlaun og ein bronsverðlaun í einstaklingskeppni í sykurstyttum. Hér má sjá afraksturinn, Sykur – Trölli sem stal jólunum.
Klúbbur matreiðslumeistara skipulagði glæsilega móttöku við heimkomu Kokkalandsliðsins. Bakhjarlar, samstarfsaðilar, ættingjar og aðrir velunnarar liðsins fögnuðu frábærum árangri liðsins. Einstakar sykurstyttur Maríu Shramko sem hún fékk gull fyrir komu með heim.
Myndir frá Keflavíkurflugvelli: Isavia
Aðrar myndir: af facebook síðu Íslenska Kokkalandsliðsins.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður





















