Keppni
Íslenska kokkalandsliðið fékk höfðinglegar móttökur
Við heimkomuna fékk Kokkalandsliðið skemmtilegar móttökur á Keflavíkurflugvelli þegar starfsmenn flugvallaþjónustunnar sprautuðu heiðursboga yfir flugvél Icelandair sem flutti liðið heim. Síðan biðu blóm og kampavín í Leifstöð.

Gunnhildur Vilbergsdóttir, deildarstjóri í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, afhenti, Þráni Vigfússyni fyrirliða liðsins, blómvönd við komuna til landsins.

María Shramko, einn liðsmanna kokkalandsliðsins, vann þrenn gullverðlaun og ein bronsverðlaun í einstaklingskeppni í sykurstyttum. Hér má sjá afraksturinn, Sykur – Trölli sem stal jólunum.
Klúbbur matreiðslumeistara skipulagði glæsilega móttöku við heimkomu Kokkalandsliðsins. Bakhjarlar, samstarfsaðilar, ættingjar og aðrir velunnarar liðsins fögnuðu frábærum árangri liðsins. Einstakar sykurstyttur Maríu Shramko sem hún fékk gull fyrir komu með heim.
Myndir frá Keflavíkurflugvelli: Isavia
Aðrar myndir: af facebook síðu Íslenska Kokkalandsliðsins.
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu





















