Keppni
Íslendingar keppa um Norðurlandameistaratitil í matreiðslu og þjónustu í dag
Norðurlandakeppni matreiðslumanna og þjóna hófst í morgun í Herning í Danmörku.
Hér eru samankomnir allir helstu matreiðslumenn og þjónar Norðurlandanna sem keppa sín á milli.
Þrír keppendur taka þátt fyrir Íslands hönd en keppt er í jafnmörgum flokkum. Kokkur Ársins, Denis Grbic matreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu keppir í „Nordic Chef“, Iðunn Sigurðardóttir matreiðslumaður á Matarkjallaranum keppir í „Nordic Chef Junior“ og Thelma Björk Hlynsdóttir þjónn á veitingastaðnum Olo í Finnlandi keppir í „Nordic Waiter“.

Denis Grbic Kokkur Ársins 2016 keppir fyrir Íslands hönd í keppninni Matreiðslumaður Norðurlanda (Nordic Chef Of The Year)
Keppendur eru 5 í öllum flokkunum en auk fulltrúa Íslands eru keppendur frá Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Noregi.
Viktor Örn Andrésson sem vann keppnina „Nordic Chef“ árið 2014 situr í dómnefnd fyrir matreiðsluhluta keppninnar. Natacha Elisabeth Fischer dæmir fyrir Íslands hönd í þjónustu.
Leyndarkarfa kynnt
Fyrirkomulag keppninnar er með þeim hætti að kokkarnir fengu að vita í gær hvaða hráefni þeir eiga að nota, en það er þorskur, kræklingur, grísa file, grísasíðu, beikon, dökkt súkkulaði, mangó, sýrður rjómi, epli og að auki hafa keppendur aðgang að grænmetis hlaðborði.
Keppendur þurftu að setja saman þriggja rétta matseðil í gær og skila honum skriflega til dómnefndar sama dag.
Í dag elda keppendur svo réttina í opnu eldhúsi fyrir 8 manna dómnefnd sem dæmir réttina út frá fagmennsku í eldhúsi, bragði, útliti og nýtingu hráefnis.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær og í morgun.
Myndir: Bjarni Gunnar Kristinsson
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Frétt3 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni2 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi


















