Vertu memm

Keppni

Íslandsmót í kaffigreinum í Ráðhúsi Reykjavíkur – Aðgangur er ókeypis

Birting:

þann

Tvö Íslandsmót í kaffigreinum verða haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn og laugardaginn 19. og 20. febrúar. Þetta verður í fyrsta skipti síðan 2013 sem mót af þessu tagi verða haldin á Íslandi og eru alls 16 keppendur skráðir til leiks. Tíu keppendur munu keppa á Íslandsmóti Kaffibarþjóna, en þar eru lagaðir drykkir sem eru með espresso í grunninn.

Sex kaffibarþjónar munu keppa á Íslandsmóti í kaffigerð en þar laga keppendur kaffi „upp á gamla mátann“, eða nær allar aðferðir aðrar en espresso.

Íslandsmót kaffibarþjóna hefst á morgun föstudeginum kl. 13 og stendur yfir til kl. 17.  Á laugardeginum verður keppt til úrslita og standa leikar yfir frá kl. 11 til 17, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Aðgangur er ókeypis.

Íslandsmót í kaffigreinum verða haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn og laugardaginn 19. og 20. febrúar 2016

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið