Markaðurinn
ÍSAGA breytir nafni sínu í Linde Gas í janúar 2020
Í janúar 2020 breytir ÍSAGA nafni fyrirtækisins í Linde Gas. ÍSAGA sem er hluti af AGA hefur verið hluti af Linde Group frá árinu 2000 og tilheyrir Norður-Evrópusvæðinu, sem er Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin.
„Við höfum ákveðið að breyta merki fyrirtækisins úr AGA í Linde að því er varðar starfsemi okkar á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum. Eftir samrunan við Praxair, fyrr á þessu ári, er Linde í fararbroddi á heimsvísu á sviði iðnaðar- og lyfjagass, með yfir 80.000 starfsmenn og viðskiptavini í meira en 100 löndum“
, segir Olof Källgren, sölu- og markaðsstjóri AGA í Norður Evrópu.
AGA verður áfram notað sem vörumerki á vörur fyrirtækisins fyrir kolsýrt vatn, própan og logsuðubúnað.
„Við berum mikla virðingu fyrir þeim gildum sem vörumerki og löng hefð AGA stendur fyrir. Þess vegna notum við AGA áfram sem vörumerki fyrir vörur okkar á sviði kolsýrðs vatns, própans og logsuðubúnaðar. Þessar vörur hafa sterka stöðu bæði hjá neytendum og viðskiptavinum í iðnaði og eru þekktar fyrir gæði, áreiðanleika og hátt þjónustustig“
, segir Olof Källgren.
Breytingin á heiti fyrirtækisins tekur formlega gildi í janúar 2020. Búnaður og aðrar eignir fyrirtækisins, svo sem tankbílar, þjónustubílar, vinnusvæði, tankar viðskiptavina, skrifstofur og fleira, fá nýtt útlit á árinu.
Staðreyndir um ÍSAGA
ÍSAGA er í dag hluti af AGA í Norður-Evrópu. ÍSAGA framleiðir og markaðssetur iðnaðargas og sérhæfðar gastegundir í margs konar tilgangi. Í samstarfi við viðskiptavini þróum við heildarlausnir sem fela m.a. í sér gastegundir, þekkingu á vinnslu, gas-búnað og þjónustu.
Með háþróuðum tæknibúnaði fyrir gas gerum við viðskiptavinum kleift að auka arðsemi, öryggi og gæði en vernda umhverfið um leið. ÍSAGA framleiðir og útvegar lyfjalofttegundir, ásamt því að sjá um þjónustu þeim tengdum undir heitinu Linde Healthcare. ÍSAGA er hluti af Linde Group í Norður-Evrópu, sem eru Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin. Linde er gas- og tæknifyrirtæki í fremstu röð á heimsvísu með um það bil 80.000 starfsmenn í um 100 löndum.
Frekari upplýsingar má finna á www.linde-gas.is og www.linde-healthcare.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði