Smári Valtýr Sæbjörnsson
Inspired by Iceland opnar í Bankastræti
Verslunin Inspired by Iceland sem áður var staðsett í flugstöð Leifs Eiríkssonar opnar á nýjan leik í Bankastræti 11 í dag. Verslunin er með glæsilegasta móti en í henni verða til sölu íslenskar gæðavörur sem höfða til ferðamanna jafnt sem Íslendinga.
Sigurður Karlsson, rekstrarstjóri Inspired by Iceland, á von á því að búðin komi til með að falla vel í kramið hjá þeim fjölmörgu einstaklingum sem sækja miðbæðinn og lofar hann hlýlegri þjónustu þar sem mikið verður lagt upp úr fróðleik starfsmanna um þær vörur sem standa viðskiptavinum til boða.
Við getum verið stolt af þeirri miklu grósku sem er í íslenskri framleiðslu og fyrir verslunarmann eins og mig er fátt skemmtilegra en að fræða áhugasama um íslenskar vörur og söguna þar á bakvið,
segir hann.
Náttúrulegar húðvörur frá Sóley Organics og Purity Herbs, hágæða konfekt frá Hafliða Ragnarssyni súkkulaðimeistara og íslensk hönnun frá Sveinbjörgu Hafsteinsdóttur er á meðal þess sem viðskiptavinir geta nálgast í Inspired by Iceland.
Þetta er einungis brotabrot af þeim flottu vörum sem verða til sölu. Ef þig vantar fallega eða ljúffenga tækifærisgjöf eða langar einfaldlega að gera vel við þig sjálfa eða sjálfan er alveg ágætis hugmynd að koma við hjá okkur,
segir Sigurður.
Mynd: Aðsend
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt4 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt