Smári Valtýr Sæbjörnsson
Inspired by Iceland opnar í Bankastræti
Verslunin Inspired by Iceland sem áður var staðsett í flugstöð Leifs Eiríkssonar opnar á nýjan leik í Bankastræti 11 í dag. Verslunin er með glæsilegasta móti en í henni verða til sölu íslenskar gæðavörur sem höfða til ferðamanna jafnt sem Íslendinga.
Sigurður Karlsson, rekstrarstjóri Inspired by Iceland, á von á því að búðin komi til með að falla vel í kramið hjá þeim fjölmörgu einstaklingum sem sækja miðbæðinn og lofar hann hlýlegri þjónustu þar sem mikið verður lagt upp úr fróðleik starfsmanna um þær vörur sem standa viðskiptavinum til boða.
Við getum verið stolt af þeirri miklu grósku sem er í íslenskri framleiðslu og fyrir verslunarmann eins og mig er fátt skemmtilegra en að fræða áhugasama um íslenskar vörur og söguna þar á bakvið,
segir hann.
Náttúrulegar húðvörur frá Sóley Organics og Purity Herbs, hágæða konfekt frá Hafliða Ragnarssyni súkkulaðimeistara og íslensk hönnun frá Sveinbjörgu Hafsteinsdóttur er á meðal þess sem viðskiptavinir geta nálgast í Inspired by Iceland.
Þetta er einungis brotabrot af þeim flottu vörum sem verða til sölu. Ef þig vantar fallega eða ljúffenga tækifærisgjöf eða langar einfaldlega að gera vel við þig sjálfa eða sjálfan er alveg ágætis hugmynd að koma við hjá okkur,
segir Sigurður.
Mynd: Aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðanMyndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið
-
Keppni3 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Uppskriftir3 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Frétt5 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar
-
Keppni4 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó






