Vertu memm

Keppni

Iðunn stóð sig frábærlega í Euro Skills keppninni – Úrslit kynnt í kvöld

Birting:

þann

Iðunn Sigurðardóttir - Euro Skills 2016

Iðunn Sigurðardóttir

Euro Skills keppnin fór fram dagana 1. – 3. desember í Gautaborg.  Það var Iðunn Sigurðardóttir matreiðslumaður sem keppti fyrir hönd Íslands og stóð sig frábærlega.

Iðunn Sigurðardóttir og þjálfari hennar Hafliði Halldórsson - Euro Skills 2016

Iðunn Sigurðardóttir og þjálfari hennar Hafliði Halldórsson

Þjálfari og dómari er Hafliði Halldórsson matreiðslumaður.  Keppnin er haldin annað hvert ár á móti World Skills keppninni.  Keppendur koma víða að frá Evrópulöndunum. Nú fara sjö keppendur frá Ísland út og keppa þau í jafnmörgum greinum, trésmíði, pípulögn, múrverki, matvælaiðn svo fátt eitt sé nefnt. Reglur keppninnar gera ráð fyrir því að keppendur séu 25 ára og yngri og mega sveinar og nemar taka þátt í keppninni.

Verkefnin í keppninni voru eftirfarandi:

  • Anda galantine.
  • Eftirréttur þar sem megin hráefnið er marsipan.
  • Fiskréttur í forrétt.
  • Skelfisréttur, þar sem meginhráefnið er „Euorpean lobster“.
  • Aðalréttur. Keppendur skera fyrir.
  • Heitt og kalt fingurfæði.
  • Kex eða smákökur með ávaxtasalati.

Með fylgja myndir frá Euro Skills.

Úrslit verða kynnt í kvöld sunnudaginn 4. desember.

Myndir: Ólafur Jónsson, sviðsstjóri matvæla- og veitingasviðs

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið