Smári Valtýr Sæbjörnsson
Icelandair hótel kaupir fasteignina sem nú hýsir hótel Reykjahlíð við Mývatn
Icelandair hótel hafa fest kaup á fasteigninni sem nú hýsir hótel Reykjahlíð við Mývatn. Hótelið telur níu herbergi og veitingasal og er staðsett á einstökum útsýnisstað við vatnið, í næstu grennd við þjónustukjarna Mývatnssveitar.
Áform eru um að stækka hótelið og endurreisa sem glæsilegan gististað við þá einstöku náttúruperlu sem Mývatn er, og fjölmargir ferðamenn heimsækja ár hvert, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Icelandair hótel fá Hótel Reykjahlíð afhent nú í haust, en fram að þeim tíma verður rekstur hótelsins í höndum fyrrum eigenda Péturs Snæbjörnssonar og Ernu Þórarinsdóttur, sem jafnframt reka hótel Reynihlíð við Mývatn.
Önnur hótel keðjunnar eru Icelandair Hótel Reykjavík Natura, Reykjavík Marina, Hamar, Akureyri, Hérað, Klaustur, Vík, Flúðir og í Keflavík.
Mynd: myvatnhotel.is
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni1 dagur síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir