Smári Valtýr Sæbjörnsson
Icelandair hótel kaupir fasteignina sem nú hýsir hótel Reykjahlíð við Mývatn
Icelandair hótel hafa fest kaup á fasteigninni sem nú hýsir hótel Reykjahlíð við Mývatn. Hótelið telur níu herbergi og veitingasal og er staðsett á einstökum útsýnisstað við vatnið, í næstu grennd við þjónustukjarna Mývatnssveitar.
Áform eru um að stækka hótelið og endurreisa sem glæsilegan gististað við þá einstöku náttúruperlu sem Mývatn er, og fjölmargir ferðamenn heimsækja ár hvert, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Icelandair hótel fá Hótel Reykjahlíð afhent nú í haust, en fram að þeim tíma verður rekstur hótelsins í höndum fyrrum eigenda Péturs Snæbjörnssonar og Ernu Þórarinsdóttur, sem jafnframt reka hótel Reynihlíð við Mývatn.
Önnur hótel keðjunnar eru Icelandair Hótel Reykjavík Natura, Reykjavík Marina, Hamar, Akureyri, Hérað, Klaustur, Vík, Flúðir og í Keflavík.
Mynd: myvatnhotel.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Keppni5 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana