Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Icelandair hótel kaupir fasteignina sem nú hýsir hótel Reykjahlíð við Mývatn

Birting:

þann

Hótel Reykjahlíð við Mývatn

Icelandair hótel hafa fest kaup á fasteigninni sem nú hýsir hótel Reykjahlíð við Mývatn. Hótelið telur níu herbergi og veitingasal og er staðsett á einstökum útsýnisstað við vatnið, í næstu grennd við þjónustukjarna Mývatnssveitar.

Áform eru um að stækka hótelið og endurreisa sem glæsilegan gististað við þá einstöku náttúruperlu sem Mývatn er, og fjölmargir ferðamenn heimsækja ár hvert, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Icelandair hótel fá Hótel Reykjahlíð afhent nú í haust, en fram að þeim tíma verður rekstur hótelsins í höndum fyrrum eigenda Péturs Snæbjörnssonar og Ernu Þórarinsdóttur, sem jafnframt reka hótel Reynihlíð við Mývatn.

Önnur hótel keðjunnar eru Icelandair Hótel Reykjavík Natura, Reykjavík Marina, Hamar, Akureyri, Hérað, Klaustur, Vík, Flúðir og í Keflavík.

 

Mynd: myvatnhotel.is

/Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið