Frétt
Iceland innkallar vegan pizzur
Matvælastofnun varar neytendur með mjólkurofnæmi og -óþol og vegan neytendur við neyslu á tveimur gerðum af No Cheese vegan pizzum. Varan getur innihaldið mjólk án þess að það komi fram á umbúðum. Fyrirtækið Samkaup hf. hefur innkallað pizzurnar, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vörurnar í gegnum RASFF hraðvirðvörunarkerfi Evrópu og gerði heilbrigðiseftirlitinu viðvart.
Innköllunin á við allar lotur og best fyrir dagsetningar á neðangreindum vörum:
- Vörumerki: No Cheese
- Vöruheiti: Houmous Style Sauce Pizza og Mediterranean Garden Pizza
- Framleiðandi: Iceland Ltd.
- Innflytjandi: Samkaup hf.
- Framleiðsluland: Bretland
- Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: Allar framleiðslulotur/dagsetningar
- Geymsluskilyrði: Frystivara
- Dreifing: Iceland verslanir í Arnarbakka, Engihjalla, Glæsibæ, Hafnarfirði og Vesturbergi
Neytendur geta skilað vörunni í næstu Iceland verslun gegn endurgreiðslu.
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Markaðurinn3 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÁfengislaust freyðivín Elton Johns komið í sölu í Bretlandi







