Frétt
Iceland innkallar vegan pizzur
Matvælastofnun varar neytendur með mjólkurofnæmi og -óþol og vegan neytendur við neyslu á tveimur gerðum af No Cheese vegan pizzum. Varan getur innihaldið mjólk án þess að það komi fram á umbúðum. Fyrirtækið Samkaup hf. hefur innkallað pizzurnar, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vörurnar í gegnum RASFF hraðvirðvörunarkerfi Evrópu og gerði heilbrigðiseftirlitinu viðvart.
Innköllunin á við allar lotur og best fyrir dagsetningar á neðangreindum vörum:
- Vörumerki: No Cheese
- Vöruheiti: Houmous Style Sauce Pizza og Mediterranean Garden Pizza
- Framleiðandi: Iceland Ltd.
- Innflytjandi: Samkaup hf.
- Framleiðsluland: Bretland
- Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: Allar framleiðslulotur/dagsetningar
- Geymsluskilyrði: Frystivara
- Dreifing: Iceland verslanir í Arnarbakka, Engihjalla, Glæsibæ, Hafnarfirði og Vesturbergi
Neytendur geta skilað vörunni í næstu Iceland verslun gegn endurgreiðslu.

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Íslandsmót barþjóna5 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Keppni5 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn
-
Markaðurinn4 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026