Frétt
Iceland innkallar vegan pizzur
Matvælastofnun varar neytendur með mjólkurofnæmi og -óþol og vegan neytendur við neyslu á tveimur gerðum af No Cheese vegan pizzum. Varan getur innihaldið mjólk án þess að það komi fram á umbúðum. Fyrirtækið Samkaup hf. hefur innkallað pizzurnar, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vörurnar í gegnum RASFF hraðvirðvörunarkerfi Evrópu og gerði heilbrigðiseftirlitinu viðvart.
Innköllunin á við allar lotur og best fyrir dagsetningar á neðangreindum vörum:
- Vörumerki: No Cheese
- Vöruheiti: Houmous Style Sauce Pizza og Mediterranean Garden Pizza
- Framleiðandi: Iceland Ltd.
- Innflytjandi: Samkaup hf.
- Framleiðsluland: Bretland
- Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: Allar framleiðslulotur/dagsetningar
- Geymsluskilyrði: Frystivara
- Dreifing: Iceland verslanir í Arnarbakka, Engihjalla, Glæsibæ, Hafnarfirði og Vesturbergi
Neytendur geta skilað vörunni í næstu Iceland verslun gegn endurgreiðslu.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt3 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni1 dagur síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt4 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd