Greinasafn
Hundakjötsát í Suður-Kóreu
Nú er Hm í Knattspyrnu haldið í Suður-Kóreu og undanfarið hefur verið fjallað um það í fjölmiðlum að Suður-Kóreumenn leggi sér hundakjöt til munns. Skoðanir hins vestræna almúga á þessu máli hafa nú þegar litið dagsins ljós og flestir eru auðvitað á móti hundaáti enda hefur hundurinn hingað til verið talinn besti vinur mannsins í hinum vestræna heimi. Hingað til hefur hinn vestræni heimur sett ýmsar siðferðislegar reglur um hvað sé siðlegt og hvað siðlaust og er hundaát í hinum síðarnefnda flokki og hefur verið síðan maðurinn uppgvötaði veiðihundinn.
Ekki hef ég hugsað mér að leggja hundakjöt mér til munns, að minnsta kosti ekki á næstunni, en ég ætla ekki að banna öðrum að borða það sem þeir vilja, eða skipta mér að því á nokkurn hátt.
Við skulum ekki gleyma því að við eigum nokkuð sterka matargerðarhefð og fyrst skal nefna sviðahausa, en það hefur verið gagnrýnt að við leggjum okkur haus af kindum til munns.
Mér finnst að hundaeigendur ættu ekki að örvænta því hundarnir í Suður-Kóeru eru sjálfsagt ræktaðir líkt og kindur á Íslandi og slátrað á viðeigandi hátt, ég geri í það minnsta ekki ráð fyrir því að Suður-Kóreumenn geri sér ferð til vesturlanda til að veiða hunda í görðum hjá fólki.
Elvar Örn Reynisson – maí 2002
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður





