Vertu memm

Uppskriftir

Hrísgrjóna Pilaf

Birting:

þann

Hrísgrjóna Pilaf

Fyrir 4.

Innihald:
250gr. Basmati hrísgrjón.
1 msk. Ólífuolía.
1 stk. Laukur fínt skorinn.
1 stk. Hvítlauksrif.
1 msk. Engifer.
1 stk. Grænn chilli, fræhreinsaður.
500ml. Grænmetissoð.
2 msk. Ferskur kóríander.
2 msk. Fersk flötsteinselja.

Aðferð:
1. Skolið grjónin vel í köldu vatni.
2. Svitið grænmetið í ólífuolíunni.
3. Bætið hrísgrjónunum útí og svissið í 2 mín.
4. Bætið soðinu útí og fáið upp suðu.
5. Setið lok á pottinn og eldið rólega í 12 mín.
6. Takið lokið af pottinum og látið standa í 5 mín.
7. Smakkið til með salti og ferskum jurtum.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið