Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Hressir kokkar í þakkargjörðarveislu – Myndir

Birting:

þann

Klúbbur Matreiðslumeistara - Fundur haldin hjá Menu veitingum á Ásbrú í Reykjanesbæ

Bjarni Þór Ólafsson og Hafdís Ólafsdóttir

Það var glatt á hjalla hjá meðlimum í Klúbbi matreiðslumeistara þegar þeir hittust á fundi nú í byrjun nóvember, en góð þátttaka var á fundinum.

Fundurinn fór fram hjá Menu veitingum á Ásbrú í Reykjanesbæ þar sem Ásbjörn Pálson og hans starfsfólk tóku vel á móti matreiðslumeisturunum og buðu upp á glæsilega þakkargjörðarveislu.

Klúbbur Matreiðslumeistara - Fundur haldin hjá Menu veitingum á Ásbrú í Reykjanesbæ

Að sjálfsögðu var kíkt á eldhúsið hjá Menu veitingum

Klúbbur Matreiðslumeistara - Fundur haldin hjá Menu veitingum á Ásbrú í Reykjanesbæ

Reynir Guðjónsson matreiðslumeistari hjá Menu veitingum lýsir hér fyrir gestum hvað er í þakkargjörðarhlaðborðinu

Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi var á meðal gesta á fundinum og sagði m.a. frá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, Kokkalandsliðið fór stuttlega yfir hvað framundan er og Ingó hjá Langbest sagði frá sínu starfi á vellinum. Að sjálfsögðu var happdrættið góða á sínum stað.

Klúbbur Matreiðslumeistara - Fundur haldin hjá Menu veitingum á Ásbrú í Reykjanesbæ

Fjölmennt var á fundinum

Klúbbur Matreiðslumeistara - Fundur haldin hjá Menu veitingum á Ásbrú í Reykjanesbæ

Brynjar Eymundsson eigandi Hafnarinnar í sinni fjórðu ferð á hlaðborðið… hættu að telja, þetta er ég 🙂

Klúbbur Matreiðslumeistara - Fundur haldin hjá Menu veitingum á Ásbrú í Reykjanesbæ

Gamlar myndir skoðaðar

Klúbbur Matreiðslumeistara - Fundur haldin hjá Menu veitingum á Ásbrú í Reykjanesbæ

Bjarni Sigurðsson mundaði hnífinn af mýkt og fimi

Þá var komið að veislunni og þess ber að geta að allt er lagað frá grunni, en matseðillinn var á þessa leið:

Aðalréttir

  • Reyktur grís með rúsínusósu
  • Hægeldaður kalkún með giblet sósu

Meðlæti

  • Kartöflumús
  • Sætarkartöflur með sykurpúðum
  • Brauðdressing (fylling)
  • Baunir með sveppum og lauk
  • Ferskt salat með brauðteningum
  • Korn brauð
  • Rauðrófur með kanil
  • Maískorn soðin í mjólk og smjöri
  • Trönuberjasulta

Eftirréttir

  • Pecan pie
  • Pumkin pie
  • Cherry pie
  • Með rjóma

 

Meðfylgjandi myndir tók Guðjón Þór Steinsson matreiðslumeistari.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið