Smári Valtýr Sæbjörnsson
Hressir kokkar í þakkargjörðarveislu – Myndir
Það var glatt á hjalla hjá meðlimum í Klúbbi matreiðslumeistara þegar þeir hittust á fundi nú í byrjun nóvember, en góð þátttaka var á fundinum.
Fundurinn fór fram hjá Menu veitingum á Ásbrú í Reykjanesbæ þar sem Ásbjörn Pálson og hans starfsfólk tóku vel á móti matreiðslumeisturunum og buðu upp á glæsilega þakkargjörðarveislu.
Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi var á meðal gesta á fundinum og sagði m.a. frá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, Kokkalandsliðið fór stuttlega yfir hvað framundan er og Ingó hjá Langbest sagði frá sínu starfi á vellinum. Að sjálfsögðu var happdrættið góða á sínum stað.
Þá var komið að veislunni og þess ber að geta að allt er lagað frá grunni, en matseðillinn var á þessa leið:
Aðalréttir
- Reyktur grís með rúsínusósu
- Hægeldaður kalkún með giblet sósu
Meðlæti
- Kartöflumús
- Sætarkartöflur með sykurpúðum
- Brauðdressing (fylling)
- Baunir með sveppum og lauk
- Ferskt salat með brauðteningum
- Korn brauð
- Rauðrófur með kanil
- Maískorn soðin í mjólk og smjöri
- Trönuberjasulta
Eftirréttir
- Pecan pie
- Pumkin pie
- Cherry pie
- Með rjóma
Meðfylgjandi myndir tók Guðjón Þór Steinsson matreiðslumeistari.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi