Smári Valtýr Sæbjörnsson
Hressir kokkar í þakkargjörðarveislu – Myndir
Það var glatt á hjalla hjá meðlimum í Klúbbi matreiðslumeistara þegar þeir hittust á fundi nú í byrjun nóvember, en góð þátttaka var á fundinum.
Fundurinn fór fram hjá Menu veitingum á Ásbrú í Reykjanesbæ þar sem Ásbjörn Pálson og hans starfsfólk tóku vel á móti matreiðslumeisturunum og buðu upp á glæsilega þakkargjörðarveislu.

Reynir Guðjónsson matreiðslumeistari hjá Menu veitingum lýsir hér fyrir gestum hvað er í þakkargjörðarhlaðborðinu
Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi var á meðal gesta á fundinum og sagði m.a. frá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, Kokkalandsliðið fór stuttlega yfir hvað framundan er og Ingó hjá Langbest sagði frá sínu starfi á vellinum. Að sjálfsögðu var happdrættið góða á sínum stað.

Brynjar Eymundsson eigandi Hafnarinnar í sinni fjórðu ferð á hlaðborðið… hættu að telja, þetta er ég 🙂
Þá var komið að veislunni og þess ber að geta að allt er lagað frá grunni, en matseðillinn var á þessa leið:
Aðalréttir
- Reyktur grís með rúsínusósu
- Hægeldaður kalkún með giblet sósu
Meðlæti
- Kartöflumús
- Sætarkartöflur með sykurpúðum
- Brauðdressing (fylling)
- Baunir með sveppum og lauk
- Ferskt salat með brauðteningum
- Korn brauð
- Rauðrófur með kanil
- Maískorn soðin í mjólk og smjöri
- Trönuberjasulta
Eftirréttir
- Pecan pie
- Pumkin pie
- Cherry pie
- Með rjóma
Meðfylgjandi myndir tók Guðjón Þór Steinsson matreiðslumeistari.
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Frétt4 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu
-
Frétt4 dagar síðanLífrænar nýrnabaunir innkallaðar vegna ólöglegs varnarefnis


























