Smári Valtýr Sæbjörnsson
Hressir kokkar í þakkargjörðarveislu – Myndir
Það var glatt á hjalla hjá meðlimum í Klúbbi matreiðslumeistara þegar þeir hittust á fundi nú í byrjun nóvember, en góð þátttaka var á fundinum.
Fundurinn fór fram hjá Menu veitingum á Ásbrú í Reykjanesbæ þar sem Ásbjörn Pálson og hans starfsfólk tóku vel á móti matreiðslumeisturunum og buðu upp á glæsilega þakkargjörðarveislu.

Reynir Guðjónsson matreiðslumeistari hjá Menu veitingum lýsir hér fyrir gestum hvað er í þakkargjörðarhlaðborðinu
Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi var á meðal gesta á fundinum og sagði m.a. frá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, Kokkalandsliðið fór stuttlega yfir hvað framundan er og Ingó hjá Langbest sagði frá sínu starfi á vellinum. Að sjálfsögðu var happdrættið góða á sínum stað.

Brynjar Eymundsson eigandi Hafnarinnar í sinni fjórðu ferð á hlaðborðið… hættu að telja, þetta er ég 🙂
Þá var komið að veislunni og þess ber að geta að allt er lagað frá grunni, en matseðillinn var á þessa leið:
Aðalréttir
- Reyktur grís með rúsínusósu
- Hægeldaður kalkún með giblet sósu
Meðlæti
- Kartöflumús
- Sætarkartöflur með sykurpúðum
- Brauðdressing (fylling)
- Baunir með sveppum og lauk
- Ferskt salat með brauðteningum
- Korn brauð
- Rauðrófur með kanil
- Maískorn soðin í mjólk og smjöri
- Trönuberjasulta
Eftirréttir
- Pecan pie
- Pumkin pie
- Cherry pie
- Með rjóma
Meðfylgjandi myndir tók Guðjón Þór Steinsson matreiðslumeistari.

-
Frétt4 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni21 klukkustund síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
90 cm gaseldavél til sölu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lykill að starfsánægju: Hvernig forðumst við kulnun og eflum lífskraftinn?
-
Frétt2 dagar síðan
Matvælastofnun varar við E. coli í innfluttum frönskum osti
-
Frétt2 dagar síðan
Úttekt sýnir framfarir í innflutningseftirliti á Íslandi – en úrbætur enn nauðsynlegar