Frétt
Hótel Geysir lokar næstu tvær vikurnar
Í ljósi nýjustu frétta og samkvæmt tilmælum frá þríeykinu til landsmanna hefur Hótel Geysir tekið þá erfiðu ákvörðun að loka næstu tvær vikurnar eða til 22 október næstkomandi. Þetta á bæði við um hótelið sem og Geysir veitingahús.
Þjónustubyggingin er opin alla daga til að þjónusta þá sem eru í nágrenni við Hótel Geysi, Rabbabari um helgar og Geysir Glíma á virkum dögum.
Í tilkynningu segir:
„Við höfum frá stofnun fyrirtækisins tekið þá stefnu að vera samfélagslega ábyrgt fyrirtæki og því tókum við þessa ákvörðun því eins og oft hefur komið fram þá erum við við öll almannavarnir. Við viljum grípa til aðgerða strax og leggja okkar lóð á vogarskálarnar við að hindra frekari útbreiðslu. Við erum að grípa til fyrirbyggjandi varúðarráðstafana til að tryggja öryggi viðskiptavina okkar sem og starfsfólks okkar.
Við erum þess líka fullviss um að þó að við höfum verið komin með skýra verkferla, aðgerðaáætlun og takmarkanir á hótelinu til þess að taka á móti þeim gestum sem að eiga hjá okkur bókað þessa daga, þá hefði upplifun gesta af hótelinu og þjónustu okkar ekki verið sú sem að við viljum geta boðið upp á og það vegur þungt hjá okkur þegar að þessi ákvörðun var tekin.
Við höfum náð að hafa samband við flest alla viðskiptavini sem eiga bókanir á þessu tímabili, engar greiðslur höfðu verið teknar fyrir þær bókanir, ef þú átt bókað á þessum tíma og hefur ekki fengið bréf frá okkur þá endilega sendu okkur línu á [email protected].
Hér er aðeins um að ræða tímabundna lokun í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu. Vonandi verðum við sem þjóð búin að ná betri tökum á veirunni að þessum tíma liðnum og þá getum við opna dyr okkar aftur og haldið gleðinni áfram.
Hótel Geysir leggur sitt af mörkum í þeirri von að við getum notið aftur í sveitasælunni sem allra fyrst. Við höfum átt dásamlega mánuði með ykkur frábæru viðskiptavinir og við hlökkum til að taka á móti ykkur á ný.“
Mynd: facebook / Hótel Geysir

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?