Sverrir Halldórsson
Hótel Bifröst – Kafli 1
Það var klukkan 08:00 að ég lagði af stað heiman frá mér, kom við í Úðafossi til að ná föt í hreinsun og svo lá leiðin upp í Mjódd, en þar parkeraði ég bílnum og steig upp í strætó og ætlaði með honum upp á Bifröst þar sem aðalfundur Klúbbs Matreiðslumeistara skyldi haldinn um helgina. Gísli bílstjóri var á sinum stað og er leið að brottför lokaði hann bílnum og fór með sína mögnuðu kynningu á öryggisþáttum bílsins og toppaði það með að þegar hann settist í bílstjórasætið og ók af stað, að það kom sömu skilaboð á ensku í gegnum hljóðkerfi bílsins.
Ferðin sóttist vel og var ég komin um 11 leitið á Hótel Bifröst, búinn að fá mér sæti í matsalnum, pantaði bensín á kantinn og tók upp úr poka öll dagblöð dagsins sem ég hafði fjárfest í Borgarnesi og tók að lesa mig í gegnum þau þar til hádegismaturinn yrði klár.
Svo var komið að matnum og á boðstólunum var Aspassúpa og Lasagna með fersku salati og að sjálfsögðu pantaði ég mér það og meira bensín á þennan margumrædda kant, súpan var lapþunn og óspennandi en brauðið með bjargaði því sem þjargað var, þá var ráðist í aðalréttinn og smakkaðist hann alveg fantavel og eiginlega illskiljanlegt að þetta kæmi úr sama eldhúsi og súpan.
Eftir matinn fór ég upp á herbergi og kom mér fyrir og fleygði mér á rúmið og slakaði vel á.
Síðdegis rölti ég um til að átta mig á staðháttum og kom við í ressanum og fékk áfyllingu og upp á herbergi og tærnar upp í loft fram að kvöldverði, ekki amalegt líf.
Svo var maður farinn að heyra kunnuglegar raddir og var þá kominn tími til að mæta á sviðið og fá sér kvöldverð, heilsaði maður félögum sem komnir voru á svæðið og tekinn var smá púls á tíðindum undanfarinna daga, svo vatt ég mér inn í matsalinn og fékk borð við gluggann og flott útsýni, bensín var komið áður en ég vissi af og þjónninn bauð mér að skoða matseðilinn og byrjaði ég að leita að réttum úr héraði og til allrar guðlukku fann ég það sem mér langaði í.
Þetta var alveg draumur að borða og gaman að sjá flotta blöndu af staðbundnu hráefni
Kjötið eitt það besta sem ég hef smakkað, kartöflurnar mjög góðar, en sósan var Foyot en ekki Béarnaise, því bragð af kjötkrafti ósaði í gegn, en í heild sinni einfalt en dásamlegt.
Þetta var punkturinn yfir i-ið á draumamáltíð í sveitinni.
Þegar ég var að ljúka við kvöldverðinn voru komnir nokkrir félagar á barinn og settist ég hjá norðanmönnum og átti gott spjall við þá. Svo var kominn háttatími fyrir mig og ætlaði ég að athuga hvort stelpan í lobbýinu væri til í að lesa eina sögu fyrir mig áður en ég sofnaði.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Frétt5 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingageirinn í jólaskapi