Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hornið fagnar 46 ára afmæli: „Alltaf eins“ við Hafnarstræti síðan 1979
Veitingastaðurinn Hornið við Hafnarstræti 15 fagnar í dag 46 ára afmæli. Frá opnun þann 23. júlí árið 1979 hefur hinn síungi matreiðslumeistari Jakob Magnússon staðið vaktina, ásamt fjölskyldu sinni og frábæru starfsfólki sem heldur úti einum af elstu veitingastöðum landsins með óbreyttum anda.
„Takk fyrir öll árin,“
segir í afmælistilkynningu frá fjölskyldunni, þar sem einnig er minnst á sögufræga mynd af fyrstu flugvélinni sem flaug hringinn í kringum heiminn, með hús Hornsins í baksýn.
„Húsið okkar hefur ekkert breyst. Einmitt þannig er Hornið okkar, alltaf eins.“
Við hvetjum lesendur til að kynna sér stórkostlega sögu Hornsins í afmælisgrein á Veitingageirinn.is:
Saga barónanna lifir: Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
- Jakob Magnússon matreiðslumeistari stendur vaktina eins og hann hefur gert frá opnun Hornsins árið 1979. Veitingastaðurinn fagnar 46 ára afmæli við Hafnarstræti 15.
- Jakob Magnússon matreiðslumeistari ásamt börnum sínum í eldhúsinu á Horninu. Fjölskyldan hefur haldið stöðugri vakt við Hafnarstræti með pizzunni og gleðina í forgangi.
Myndir: facebook / Hornið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn7 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús









