Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hornið fagnar 46 ára afmæli: „Alltaf eins“ við Hafnarstræti síðan 1979

Birting:

þann

Hornið fagnar 46 ára afmæli: „Alltaf eins“ við Hafnarstræti síðan 1979

Veitingastaðurinn Hornið við Hafnarstræti 15 fagnar í dag 46 ára afmæli. Frá opnun þann 23. júlí árið 1979 hefur hinn síungi matreiðslumeistari Jakob Magnússon staðið vaktina, ásamt fjölskyldu sinni og frábæru starfsfólki sem heldur úti einum af elstu veitingastöðum landsins með óbreyttum anda.

„Takk fyrir öll árin,“

segir í afmælistilkynningu frá fjölskyldunni, þar sem einnig er minnst á sögufræga mynd af fyrstu flugvélinni sem flaug hringinn í kringum heiminn, með hús Hornsins í baksýn.

„Húsið okkar hefur ekkert breyst. Einmitt þannig er Hornið okkar, alltaf eins.“

Við hvetjum lesendur til að kynna sér stórkostlega sögu Hornsins í afmælisgrein á Veitingageirinn.is:
Saga barónanna lifir: Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli

Myndir: facebook / Hornið

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið