Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hnakkrífast um eldislax úr sjókvíum – Siggi Hall kaffærir umræðuna með flottu svari
Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um frétt þess efnis að fjölmörg íslensk veitingahús og verslanir hafi tekið sér stöðu með umhverfinu og lífríkinu og bjóði ekki upp á eldislax úr sjókvíum.
Sjá einnig: Þessi veitingahús og verslanir bjóða ekki upp á lax úr sjókvíaeldi heldur aðeins úr landeldi
Í opinni umræðu sem öllum er sýnileg við facebook færslu Sigurðar Lárusar Hall matreiðslumeistara, eða Sigga Hall eins og hann er oftast kallaður, hefur skapast mikil umræða og eru skiptar skoðanir um málið sem einhverjir telja pólitískt.
Siggi Hall er ekki sammála því að laxeldi sé pólítík og svarar umræðunni þannig:
„Laxeldi er ekki pólítík. Það matvælaiðnaður. Í matvæliðnaði eru mörg framleiðslan vond og léleg á meðan flestöll framleiðslan er góð – vel gerð og fín. Laxeldi í sjó og fjörðum er vond og léleg…. líklega ein versta matvælaframleiðsla sem til er. Hún er gífurlegur mengunarvaldur í alla staði og svo ógnar hún náttúrulegum villtum laxastofni á margan hátt ógurlega.
Umhverfið líður. Framleiðslan úr sjókvíum er svo plötuð ofan í fólk, sem gæðaframleiðsla sem hún er alls ekki. Laxeldi getur verið ágætt, en það á ekki að vera í sýktu umhverfi sinnar eigin mengunar. Á Íslandi er nóg af vatni – hreinu og ómenguðu. Það er líka nóg af landsvæðum, kunnáttu og viti til að framleiða lax, bleikju og aðrar fisktegundir í hæstu hæðum í frábærum gæðum.
Það er nauðsynlegt að færa fiskeldið í land. Til að bæta því við, þá er það ekki dýrara né flóknara að stunda landeldi. Það er stundað á Íslandi í stórum stíl – verið er að framleiða bleikju, regnbogasilung og fleiri tegundir.
Frábær framleiðsla. Við eigum svo sannarlega þekkinguna og það sem til þarf á Íslandi. Forðist lax úr sjókvía eldi. Færum alla framleiðsluna í landkvíar og stundum heilbrigða, flotta, góða og holla framleiðslu á laxi. Gæti alveg verið sú besta í heimi í staðinn fyrir að vera sú versta og ömurlegasta. Þetta eru skilaboðin frá mér og okkur kokkunum.“
Myndir: skjáskot úr umræðunni á facebook.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni5 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Keppni21 klukkustund síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Keppni3 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný