Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Hér eru allar bjóruppskriftirnar frá bjórframleiðandanum BrewDog

Birting:

þann

Brew Dog - Bjór

„Svo hér er þetta.
Lyklarnir að konungsdæmi okkar. Hver einasta BrewDog uppskrift sem nokkru sinni hefur verið framleidd. Svo hermið eftir þeim, rífið þær í sundur, en fremst af öllu, njótið þeirra.“

Bjór­fram­leiðand­inn BrewDog hef­ur birt all­ar bjórupp­skrift­ir sín­ar á vefsvæði sínu svo áhuga­brugg­ar­ar fái notið þeirra.

Á heimasíðu brugg­húss­ins seg­ir ann­ar stofn­enda þess, James Watt frá því að hann og sam­starfsmaður hans Mart­in Dickie, hafi sjálf­ir byrjað í heima­bruggi árið 2005 vegna þess að þeir fundu ekki bjór við sitt hæfi í Bretlandi. Árið 2007  gerðu þeir áhuga­málið að at­vinnu  og í dag reka þeir 44 bari og hafa 540 manns og einn hund í vinnu, að því er fram kemur á mbl.is.

Und­ir lok árs 2015 höfðu þeir bruggað 134 þúsund hektó­lítra af bjór og á ár­inu meira en tvö­faldaðist fjöldi hlut­hafa í gegn­um hóp­fjár­mögn­un en þeir eru nú 32 þúsund tals­ins.

„Marg­ir af sí­gildu BrewDog bjór­un­um voru þróaðir á heima­bruggs-dög­um okk­ar,“

skrif­ar Watt sem seg­ir heima­brugg­un sam­gróna erfðaefni fyr­ir­tæk­is­ins. Hann seg­ir að pdf_icon með upp­skrift­un­um, sem fengið hafa titil­inn DIY Dog hafi þeir fé­lag­ar viljað gera eitt­hvað sem aldrei hafi verið gert áður og hylla þannig ræt­ur sín­ar.

pdf_icon Smellið hér til að skoða uppskriftirnar og leyndarmálin á bakvið BrewDog bjórana.

 

Myndir: af facebook síðu BrewDog

Greint frá á mbl.is

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið