Vín, drykkir og keppni
Hér eru allar bjóruppskriftirnar frá bjórframleiðandanum BrewDog
Bjórframleiðandinn BrewDog hefur birt allar bjóruppskriftir sínar á vefsvæði sínu svo áhugabruggarar fái notið þeirra.
Á heimasíðu brugghússins segir annar stofnenda þess, James Watt frá því að hann og samstarfsmaður hans Martin Dickie, hafi sjálfir byrjað í heimabruggi árið 2005 vegna þess að þeir fundu ekki bjór við sitt hæfi í Bretlandi. Árið 2007 gerðu þeir áhugamálið að atvinnu og í dag reka þeir 44 bari og hafa 540 manns og einn hund í vinnu, að því er fram kemur á mbl.is.
Undir lok árs 2015 höfðu þeir bruggað 134 þúsund hektólítra af bjór og á árinu meira en tvöfaldaðist fjöldi hluthafa í gegnum hópfjármögnun en þeir eru nú 32 þúsund talsins.
„Margir af sígildu BrewDog bjórunum voru þróaðir á heimabruggs-dögum okkar,“
skrifar Watt sem segir heimabruggun samgróna erfðaefni fyrirtækisins. Hann segir að með uppskriftunum, sem fengið hafa titilinn DIY Dog hafi þeir félagar viljað gera eitthvað sem aldrei hafi verið gert áður og hylla þannig rætur sínar.
Smellið hér til að skoða uppskriftirnar og leyndarmálin á bakvið BrewDog bjórana.
Myndir: af facebook síðu BrewDog
Greint frá á mbl.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel20 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana