Vín, drykkir og keppni
Hér eru allar bjóruppskriftirnar frá bjórframleiðandanum BrewDog

„Svo hér er þetta.
Lyklarnir að konungsdæmi okkar. Hver einasta BrewDog uppskrift sem nokkru sinni hefur verið framleidd. Svo hermið eftir þeim, rífið þær í sundur, en fremst af öllu, njótið þeirra.“
Bjórframleiðandinn BrewDog hefur birt allar bjóruppskriftir sínar á vefsvæði sínu svo áhugabruggarar fái notið þeirra.
Á heimasíðu brugghússins segir annar stofnenda þess, James Watt frá því að hann og samstarfsmaður hans Martin Dickie, hafi sjálfir byrjað í heimabruggi árið 2005 vegna þess að þeir fundu ekki bjór við sitt hæfi í Bretlandi. Árið 2007 gerðu þeir áhugamálið að atvinnu og í dag reka þeir 44 bari og hafa 540 manns og einn hund í vinnu, að því er fram kemur á mbl.is.
Undir lok árs 2015 höfðu þeir bruggað 134 þúsund hektólítra af bjór og á árinu meira en tvöfaldaðist fjöldi hluthafa í gegnum hópfjármögnun en þeir eru nú 32 þúsund talsins.
„Margir af sígildu BrewDog bjórunum voru þróaðir á heimabruggs-dögum okkar,“
skrifar Watt sem segir heimabruggun samgróna erfðaefni fyrirtækisins. Hann segir að
með uppskriftunum, sem fengið hafa titilinn DIY Dog hafi þeir félagar viljað gera eitthvað sem aldrei hafi verið gert áður og hylla þannig rætur sínar.
Smellið hér til að skoða uppskriftirnar og leyndarmálin á bakvið BrewDog bjórana.
Myndir: af facebook síðu BrewDog
Greint frá á mbl.is
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?










