Starfsmannavelta
BrewDog kveður eftir sjö ár með stæl
Eftir sjö ár af góðum mat, frábærum drykkjum og ógleymanlegum minningum hefur BrewDog ákveðið að loka þessum kafla á Frakkastíg 8a í Reykjavík. En eins og þeir segja sjálfir: þeir fara ekki hljóðlega, heldur með látum.
Til að fagna öllum þessum árum ætlar staðurinn að snúa aftur í tímann, bókstaflega. Bjórverð verður fært niður í það sem það var þegar BrewDog opnaði dyr sínar fyrir sjö árum, og gestir eru hvattir til að hjálpa til við að tæma frystar og kútana á síðustu vikum rekstursins.
„Við ætlum að klára þetta með stæl, með köldum bjór og bros á vör,“
segir í tilkynningu staðarins. Lokakvöldið verður 25. október og starfsfólkið vonar að sem flestir mæti til að kveðja.
„Takk fyrir að vera besti hluti af þessari ferð,“
skrifa þau í kveðjunni.
„Komið og skálum saman fyrir sjö frábærum árum, góðum vinum og kannski einum bjór of mikið.“
Mynd: facebook / BrewDog
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanK6 veitingar sýknað af kröfu Matvís: „Við greiddum matreiðslunema samkvæmt réttum taxta“
-
Markaðurinn4 dagar síðanPerlan endurnýjar veitingareksturinn: nýtt útlit, ný húsgögn og endurvakning jólahlaðborðsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEru munnlegir samningar með handsali einskis virði í dag?
-
Keppni4 dagar síðanÁsbjörn Geirsson keppir fyrir Íslands hönd í kjötiðn í Sviss
-
Keppni1 dagur síðanÍsland fær tækifæri til að keppa í The Vero Bartender
-
Markaðurinn2 dagar síðanKatla Þórudóttir öðlaðist ómetanlega reynslu á Michelin-veitingastaðnum Aure
-
Markaðurinn2 dagar síðanFögnum degi íslensku brauðtertunnar með litlum og ljúffengum brauðtertum
-
Markaðurinn3 dagar síðanAllt að 80% afsláttur af kæliborðum – miðað við nývirði






