Viðtöl, örfréttir & frumraun
Helgi matreiðslumaður framleiðir kryddblöndur á Spáni
Matreiðslumaðurinn Helgi B. Helgason, sem starfaði lengi við fagið á Íslandi, bæði á sjó og landi, hefur hafið framleiðslu á kryddblöndum á Spáni.
Framundan er mikið starf við markaðssetningu á vörunum en draumurinn er að koma kryddunum í sölu á Íslandi og víðar um heiminn.
Helgi, sem er fæddur og uppalinn á Dalvík, hefur verið að nota sínar eigin kryddblöndur í 40 ár. Það er þó fyrst núna sem hann er að koma þeim á markað og undir nafninu „PREMIUM Seasoning Blends by Artos“. Einkenni varanna er hollusta og gæði en kryddblöndurnar sjá til þess að sem best bragðgæði náist út úr hvaða hráefni sem er í höndum venjulegra heimiliskokka.

Country kvöld í Blómasal á Hótel Loftleiðum, c.a. 1982 – 1983.
Á myndinni eru Valgeir Fridolf Backman, Eggert Edwald og Helgi B. Helgason.
Helgi hóf starfsferil sinn sem matreiðslumaður á Múlakaffi þar sem hann var í læri hjá Stefáni Ólafssyni. Eftir útskrift árið 1980 lá leiðin á veitingastaðinn Cockpit-Inn í Lúxemborg sem Valgeir Sigurðsson rak en þar réð matreiðslumeistarinn Sigurvin Gunnarsson ríkjum í eldhúsinu.
„Þetta var mjög skemmtilegur og vinsæll veitingastaður með flugvélatengdum innréttingum. Það voru alls konar myndir úr íslenskri flugsögu á veggjunum og líka skipamyndir. Þarna byrjaði ég að nota mínar eigin kryddblöndur og þær hafa síðan þróast með mér í gegnum tíðina,“
segir Helgi. Eftir rúmlega ársdvöl í Lúxemborg flutti Helgi aftur heim, stofnaði fjölskyldu og opnaði veitingastaðinn Crown Chicken á Akureyri ásamt fleirum. Þar var hann í fimm ár en réð sig svo til Samherja.
„Ég ætlaði bara að vera hjá Samherja í eitt ár til að ná mér í pening en þetta eina ár varð að tíu,“
segir Helgi í samtali við akureyri.net, en ítarleg umfjöllun og viðtal við Helga er hægt að lesa með því að smella hér.
Vantar heildsala á Íslandi
„Jú mig vantar heildsala á Íslandi. Ég er með vöruna í 270 til 330 gr staukum en við pökkum í ótal stærðir allt að 25 kg poka fyrir magninnkaup.“
Sagði Helgi í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um dreifingu á kryddvörunum til veitingageirans. Þeir sem hafa áhuga á, er bent á að hafa samband við Helga í síma: +34 616 856 809 eða á netfangið [email protected]
Heimasíða: www.byartos.com
Myndir: aðsendar

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Konudagstilboð