Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Helga Sörens og Mano opna veitingastað á Spáni
Veitingastaðurinn Mano’s fast foodies opnaði nú í mars s.l. en staðurinn er staðsettur á Alicante á Spáni.
Eigendur eru hjónin Helga Sörensdóttir Mandour og Mano Mandour.
https://www.instagram.com/p/Bg8IZlUF9rW/
Mano’s tekur 40 til 50 manns í sæti og opnunartíminn er 09:30 til 22:00 á virkum dögum og til miðnættis um helgar.
„Maðurinn minn heitir Mano, svo þýðir Mano líka “hönd” á spænsku og þar sem allt er handgert frá grunni hjá okkur fannst mér passa vel að nota þetta nafn. Tók mjög langan tíma fyrir Mano að samþykkja það, en það hafðist“
Sagði Helga hress í samtali við veitingageirinn.is aðspurð um hvernig nafnið á staðnum varð til.
„Við höfum nördast mikið í pizzupælingum….“
Á Mano’s er boðið upp á fjölbreyttan matseðil, kaldpressaða djúsa, toasts, wraps, gott kaffi, pizzur og fleira góðgæti.
„Við höfum nördast mikið í pizzupælingum, t.d. lekur engin olía af pizzunum okkar, því við notum Sorrentina Mozzarella sem við flytjum inn frá Ítalíu og hann splittast ekki við háan hita eins og ódýrari ostar. Einnig lekur áleggið ekki af þegar þú lyftir sneiðinni, þó pizzan sé brennandi heit, við notum typo „OO“ hveiti frá Ítalíu sem er einstaklega fíngert og gerir botninn stífari. Við flytjum líka inn ítalska tómata fyrir sósuna.“
Helga Sörensdóttir Mandour
Helga útskrifaðist sem matreiðslumaður árið 2008 og í þrjú ár lærði hún fræðin sín á Vox og útskriftarárið á Sjávarkjallaranum.
Eftir útskrift fór Helga að vinna aftur á Vox. Því næst starfaði hún á Krúsku, eitt sumar á Marina, Slippbarnum, áður en hún fór til Noregs. Í Noregi starfaði hún á Stavanger Forum hjá Sigurði Rúnari og Magnúsi Þorra. Starfaði á Farris Bad sem er eitt flottasta Spa hótel Skandinavíu sem Sous Chef áður en henni bauðst staða sem yfirmatreiðslumaður á Grand Hotel og Pakkhuset.
Mano Mandour
Mano Mandour er viðskiptafræðingur að mennt en hann hefur verið atvinnumaður í sundi til fjölda ára. Mano bjó um tíma á Ítalíu og pizzugerð hefur alltaf verið hans áhugamál. Fór í Pizzaiolo skólann og starfaði við pizzugerð í Milano með fram sundinu.
Mano flutti síðan til Noregs þar sem hann starfaði á veitingastöðum og hótelum í Osló.
Túristamokstur og mjög lág gæði
„Við urðum fyrir miklum vonbrigðum með matarmenninguna á þessu svæði, bara túristamokstur og mjög lág gæði og ekkert handgert. Við viljum gefa fólki kost á góðum mat úr góðu hráefni sem lætur þér líða vel af að borða, á hlægilegu verði.“
Sagði Helga aðspurð um matarmenninguna á þessu svæði.
Við óskum þeim hjónum innilega til hamingju með nýja staðinn og hvetjum alla til að heimsækja þau á Mano’s fast foodies.
Smellið hér til að skoða matseðillinn á Mano’s.
Heimasíða: manosfastfoodies.com
Facebook: Mano’s -fast foodies-
Instagram: ManosFastFoodies
Myndir: Inga Sörensdóttir / Bryndís Þóra Jónsdóttir / manosfastfoodies.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Nemendur & nemakeppni10 klukkustundir síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir