Markaðurinn
Heitreykt Ketó Laxasalat – Uppskrift
Heitreyktur lax er leyndur demantur í vöruframboði Fisherman sem fáir vita af. Þeir sem hafa komist upp á bragðið geta ekki hætt, enda er heitreyktur lax bragðgóður, næringaríkur og einfaldur í framsetningu.
Munurinn á kaldreyktum og heitreyktum laxi er sá að við heitreykingu eldast laxinn í gegn sem verður til þess að það er frábært að borða hann beint úr pakkningunni, hvort sem hann er borinn fram kaldur eða heitur.
Á meðan sumir elska að hita hann og borða með nýjum kartöflum og smjöri er hann einnig vinsæll sem millimál og í salat, enda sleppur fólk þá við allt umstang við að elda fiskinn, þar sem hann kemur fulleldaður úr pakkningunni.
Heitreyktur lax er líka fullkominn fyrir þá sem eru að styðjast við ketó mataræðið, þar sem hann inniheldur engin kolvetni og er mjög próteinríkur.
Hér fyrir neðan má sjá mjög einfalt og bragðgott ketó salat sem hentar vel við öll tilefni, hvort sem það er borið fram sem kvöldverður eða eitthvað einfalt í nestisboxið.
Í heitreykta ketó laxasalat Fisherman þarf:
Einn bita af heitreyktum Fisherman lax
Handfylli af spínati
Hálft avodaco
Eina sneið af rauðlauk
Nokkra litla tómata
Feta ost
Pekanhnetur
Eitt linsoðið egg
Örlítið salt, pipar og graslauk
Salatið verður svo fullkomnað með piparrótarsósu Fisherman.
Einfaldara verður það varla og bæði bragðlaukar og heilsufar mun fagna þessu gómsæta og holla salati.
Hér getur þú keypt heitreyktan lax beint í netverslun Fisherman og fengið sent heim að dyrum.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Frétt4 dagar síðan
Tafir á heilbrigðiseftirliti veitingastaða í New York valda áhyggjum
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum