KM
Heimsþing Matreiðslumanna
|
|
Heimsþing samtaka matreiðslumanna, WACS, World Association of Chef societies er haldið þessa vikuna í Santiego í Chile. Íslenskir matreiðslumenn leiða þetta 34 heimsþing samtakanna sem telja yfir 10 milljónir félagsmanna frá öllum heimsálfum og eru 92 lönd aðilar að samtökunum.
Gissur Guðmundsson forseti samtakanna hefur ásamt varaforseta og ritara samtakanna, Hilmari B Jónssyni og Helga Einarssyni leitt starf samtakanna síðastliðin 2 ár með eftirtektarverðum árangri sem er að endurspeglast í glæsilegu 600 manna þingi samtakanna í dag. Santiego er glæsileg borg og hafa móttökur og umgjörð þingsins verið stórglæsileg, Matvæla og tækjasýning, glæsilegar veislur og keppnir matreiðslumanna og ungliða frá allt að 50 löndum.
Það er eftirtektarvert á þessu þingi hvað stjórnarseta Íslands hefur leitt af sér síðastliðin 2 ár, 10 ný lönd gerðust virkir aðilar að samtökunum á þessu þingi og eru matreiðslumenn um allann heim virkir þáttakendur í starfi samtakanna. Matreiðslumenn eru bjartsýnir fyrir árið 2010, en áhersla okkar Íslendinga í starfi samtakanna er að byggja upp framtíðina á gömlum grunni með áherslum dagsins í dag.
Klúbbur matreiðslumanna á Íslandi er með fulltrúa sinn í keppni ungliða á þinginu í Chile, Vilhjálmur Sigurðsson frá Radison SAS Hótel Sögu og einnig forseta Klúbbs Matreiðslumanna, Alfreð Ómar Alfreðsson sem er ráðgjafi og umsjónarmaður ungliða Íslands og er fulltrúi Íslands á þinginu.
Með kveðju
Helgi Einarsson.
Secretary General of WACS.
Mynd: Guðjón
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






