Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Heimsókn í mötuneyti Reykjavíkurborgar

Birting:

þann

Mötuneyti Reykjavíkurborgar

Guðmundur Halldórsson matreiðslumeistari (f.v.) ásamt starfsfólki

Það er staðsett í Borgartúni við hliðina á Hálfvitanum svokallað og er á 8. hæð með alveg fanta útsýni, þar ræður ríkjum Guðmundur Halldórsson matreiðslumeistari, en hér að neðan má sjá ferilskrá hans:

  • 1 ár veitinganám við Fjölbraut í Breiðholti
  • Undir leiðsögn Ib Wessmann, Halldór Malberg og Gerður í Menntaskólanum við Sund
  • Hótel Saga, Matreiðslunám 1983 1987.
  • Hótel Borgarnes, sumarfríið 1984
  • Húsmæðraskólinn á Laugarvatni, Hótel Edda, Sumarfríin 1985 og 1986
  • Allt sumarið eftir útkrift vorið 1987, yfirmatreiðslumaður
  • Veitingahúsið Lækarbrekka 1987 -1989 Vaktstjóri
  • Reastaurant Alexsandre, Frakklandi 1988
  • Matreiðslumeistari 1989.
  • Holliday Inn 1989 – 1994
  • Aðstoðarmaður landsliðsins 1991-1993
  • Naustið sumarið 1994, aðstoðar yfirmatreiðslumeistari
  • Setti upp veitingadeildina og eldhús á Kaffi Reykjavík haust 1994 – vor 1995, Yfirmatreiðslumeistari
  • Jónatan Livingston Mávur, 1995 – 1996 aðstoðar yfirmatreiðslumeistari
  • Matreiðslumaður ársins 3. sæti 1996
  • Hótel Söderköpings Brunn 1996 -1999 Yfirmatreiðslumeistari yfir veislu og a la carte veitingastaðnum
  • Eigandi og framkvæmdarst, Skólabrú veitingahús 2000 – 2004
  • Framkvæmdarst, Áslákur 2005 bar og mótel
  • Veislur og vín, veislur og afleysingar
  • Krydd og Kavíar 2006-2007 aðstoðar yfirmatreiðslumeistari
  • Hilton Hótel Nordica 2007 – 2008, veisludeild
  • Hótel Stykkishólmur, Hótel Ólafsvík, Hótel Hellnar veislur og afleysingar
  • Skrifstofa þjónustu og reksturs Reykjavíkur mötuneyti 2008 – dagsins í dag

 

Guðmundur og hans fólk vinnur eftir settum reglum sem eru:

Við bökum ný brauð á hverjum morgni sjálf.

Ég set hér reglur okkar sem við reynum eftir fremsta megni að framfylgja gagnavart okkar gestum.

Maturinn aðeins lagaður úr:
Fyrsta flokks hráefni frá eingöngu samþykktum birgjum sem eru með rammasamning við Reykjavíkurborg.

Súpur og sósur:
Sem við leitumst við að gera án hveitis og harðrar fitu

Vort daglegt brauð:
Úr úrvals korni og fræjum daglega

Grænmeti og ávextir:
Brakandi ferskt og nýtt alla vikuna

Kryddin okkar;
Gæðakrydd, fersk eða blöndur, ilmandi góðar og án msg

Áherslur í matargerð

  • Að hráefnið sem notum er aðeins fyrsta flokks frá viðurkenndum birgjum Reykjavíkurborgar.
  • Við leggjum mikla áherslu á að maturinn sé yfir heildina hollur.
  • Fjölbreyttur matur er henti vel fólki sem er annt um rétta næringu og heilsu.
  • Flest allar súpur og sósur eru án hveitis og harðrar fitu.
  • Notum ekki viðbættan sykur í matargerðina.
  • Við notum góðar olíur, sýrðan rjóma, ab mjólk í og með matnum.
  • Flest öll brauðin bökum við sjálf úr úrvals korni, fræjum, með olífuolíu og sjávarsalti.
  • Grænmeti og ávextir ferskt og nýtt á hverjum degi.
  • Kryddin eru fersk og hreinar blöndur án MSG.
  • Við störfum eftir manneldismarkmiðum Lýðheilsustöðvar.
  • Við störfum eftir eftirlitskerfi GÁMES.

 

Hér kemur vikuseðillinn:

Kremuð blómkálssúpa
Smjörsteikt ýsa með Hollandaisesósu ásamt sítrónu og kartöflum

Tómatsúpa Minestrone
Marokkóskur grísapottréttur með döðlum, apríkósum og kóríander

Kremuð Skógarsveppasúpa
Rattatoullie grænmetisréttur með steiktum kryddgrjónum og Aiolisósu

Sætkartöflu- og graskerssúpa með engifer
Hægeldaður léttreyktur lambaframpartur í BBQ með kremuðum maís og bökuðum kartöflum

Matarmikil indversk kjúklingasúpa með grænmeti og chili ásamt pecan Naan brauði með kryddjurtum

Mötuneyti Reykjavíkurborgar

Blómkálssúpa og ýsa Hollandaise

Þegar ég kom var blómkálssúpa og ýsa Hollandaise í matinn auk salatbarsins sem er alltaf og bragðaðist þetta alveg undursamlega gott.

Guðmundur er með 6 starfsmenn, en það borða að jafnaði um 250 manns í hádeginu, svo er mikið með fundi og þarf að sinna bæði drykkjum og einhverju til að muðla og tekur það sinn tíma.

Þakkaði ég fyrir mig og hélt niður á jörðina og út í kaldan veruleikann.

twitter og instagram icon

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið