Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Heimsókn í mötuneyti Plain Vanilla – Veitingarýni

Birting:

þann

Mötuneyti  Plain Vanilla - QuizUp - Canteen - Lunchroom

Mötuneyti Plain Vanilla er staðsett á efstu hæð á Laugavegi 77 þar sem Landsbankinn var til margra ára, en eins og áður segir þá er þar nú áðurnefnt fyrirtæki.

Yfirmatreiðslumeistari er Auðunn Sólberg Valsson, en hann lærði sín fræði á Stillholti Akranesi og hér að neðan er ferilskrá hans:

Vinnustaðir: Tímabil: Staða:
Plain Vanilla Games 2014- Matreiðslumeistari
1912 Klettagörðum 2013-1014 Matreiðslumeistari
Frjálsi Fjárfestingarbankinn/Drómi 2005-2013 Matreiðslumeistari
Icelandair Hótel Nordica 2004-2005 Vaktstjóri Veislueldhúss
Icelandair Hótel Selfoss 2002-2004 Yfirmatreiðslumeistari
Veitingahúsið Hornið 2001-2002 Yfirmatreiðslumeistari
Hótel Loftleiðir, Sumarafleysingar 2001 Matreiðslumeistari
Veitingahúsið Einar Ben, Rvík 1999-2001 Yfirmatreiðslumeistari
Veitingahúsið Café Ópera, Rvík 1997-1999 Yfirmatreiðslumeistari
Veitingahúsið Astro, Rvík 1996-1997 Yfirmatreiðslumeistari
Grillið Hótel Saga, Rvík 1986-1996 Vaktstjóri
Hótel Stykkishólmur 1984-1986 Yfirmatreiðslumeistari
Hótel Höfn, Hornafirði 1984 Matreiðslumaður
Veitingahúsið Stillholt, Akranesi 1980-1984 Matreiðslunemi

 

Að koma þarna inn er eins og að koma inn á veitingastað, eldhúsið er opið og á annarri hliðinni eru barstólar sem matargestir geta setið og snætt og fylgst með hvað er að gerast í eldhúsinu, sem ég gæti trúað að sé hvíld frá stöðugum rýni í tölvuskjá, einnig er hvíldarherbergi þar sem starfsmenn geta lagt sig, hausinn þarf jú að vera skýr, svo er skjár sem sýnir notkun á QuizUp í rauntíma í heiminum.

Mötuneyti  Plain Vanilla - QuizUp - Canteen - Lunchroom

Mötuneyti  Plain Vanilla - QuizUp - Canteen - Lunchroom

Svo var komið að matnum og daginn sem ég kom var léttsaltaður þorskur með ætiþystlum, tómat, papriku, spergli og steinseljukartöflum, einnig var glæsilegur salatbar, smakkaðist þetta alveg frábærlega.

Eitt sem Auðunn sagði mér sem ég átti ekki von á að heyra, en hann færir bókhald yfir eldhúsið í dollurum og er ástæða sú að hann er í samstarfi við matreiðslumenn í Californiu sem vinna í samskonar fyrirtækjum þar og þeir eru að miðla málum sín og milli. Það merkilega er að kostnaður per mann er á pari við það í Californiu og er lægra heldur en hjá Apple, og er ekki hægt að segja en það sé góður árangur.

 

Hér að neðan getur að líta týpískan vikumatseðil og vegna áðurnefnds samstarfs er hann á ensku:

Monday
Ovenbaked Ling with roasted vegetables, curry sauce and rice
Chicken Beans and Orange salad
Polenta salad with tomatoes and basil
Stuffed Aubergine with mozzarella

Tuesday
Greek Mossaka with rice and eggplant
Cucumber and bean salad
Sweet potato and zukkini salad
Spinach Canneloni with cottage cheese

Wednesday
Barley risotto with herbs and marinated feta
Potato salad Ancienne
Melon and tomato salad
Fish soup with tomato and red curry

Thursday
Spaghetti Putanesca
Broccoli salad with red onion
Tomato salad with dijon mustard
Chicken and Noodles

Friday
Roast Beef and Sauce Bourguignonne with fried potatoes
Oven roasted vegetables
Pinapple and cucumber salad
Green salad with olives and grilled artichokes
Fruit salad with mint and honey
Tortellini with tomatoes and mozzarella

Þakkaði ég pent fyrir mig og hélt aftur niður á jörðina.

 

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið