Smári Valtýr Sæbjörnsson
Heimagerður flugvélamatur með áherslu á íslenska matarmenningu fyrir kröfuharðan viðskiptavinahóp
Í byrjun janúar á þessu ári, barst þessi fyrirspurn til veitingastaðarins Vitans í Sandgerði frá litlu alþjóðlegu einkaflugfélagi, PrivatAir sem var á leið til landsins í lok febrúar.
Um borð yrðu 50 farþegar, meðalaldur rúmlega 60 ár, ásamt 8 manna áhöfn. Gestirnir eru stæðir ferðamenn úr mið Evrópu, sem leita sérstaklega að „öðruvísi áfangastöðum og upplifun um allan heim„.
Megin þema ferðarinnar er náttúra, saga og menning á Norðurslóðum
Til þess að uppfylla sem best væntingar, vildi flugfélagið samstarf við fyrirtæki sem gætu veitt persónulega þjónustu. Óskað var eftir því að Vitinn kæmi með tillögur að brunch við brottför og síðan þriggja rétta lunch, sem átti að bjóða tveim dögum síðar sem þurfti að kæla niður og hita upp aftur þegar að vélin myndi fara frá Grænlandi.
Sérstök áhersla var á að allur maturinn væri íslenskur, svæðisbundinn og heimagerður með tilvitnun í sögu og menningu. Þegar maturinn væri síðan framreiddur um borð í vélinni þyrfti að vera búið að þjálfa áhöfnina til þess að geta sagt sögu réttanna sem fram voru bornir.
Einnig var lögð áhersla á útlit og hönnun á því sem fram yrði borið þar sem allt var sett á sérhannað postulín og silfur í eigu vélarinnar.
Staðarhöldurum þótti fyrirspurnin mjög spennandi og sest var við undirbúningsvinnu, tilboðsgerð, val á mat, geymsluaðferðir og hönnun og útlit diska. Hugmyndum Vitans var mjög vel tekið af flugfélaginu og nú fór í hönd vinna við að þróa útlit og búa til texta um sögu og menningu matar. Allur undirbúningur og eldun á matnum fór fram á Vitanum sem síðan var kældur niður samkvæmt stöðluðum reglum um meðhöndlun tilbúinna matvæla.
Á meðal þess sem í boði var heimagerður plokkfiskur, lamb, skyr, hverarúgbrauð, sérreykt hangikjöt, flatbrauð, randalína, íslenskir ostar, heimagerðar sultur og eggjakaka staðarins.
Séróskir voru um litlar pönnukökur (blinis) fyrir kavíar. Finna þurfti leið til þess að pakka þeim á einstakan hátt þannig að þær væru ferskar á hvern bakka og eins og sjá má á þessu texta hér að neðan – þá var ánægja með hvernig verkefnið tókst til.
We wanted to thank you , your husband and your team for the great catering we received for our two flights. Passengers were really happy especially with the fish stew which they highly complemented. They really liked the small blini baskets, which together with the small bowls for the garnishes made the caviar service a most smooth one.
We received nice comments for the brunch service as well. All in all everything was very well done….
Susanne Heger – PrivatAir SA
Veitingahúsið Vitinn vill sérstaklega þakka flugþjónustunni Suðurflugi fyrir frábært samstarf, þjónustu og stuðning í þessu verkefni, án þeirra hefði ekki verið hægt að veita þá persónulegu þjónustu sem óskað hafi verið eftir að hálfu PrivatAir.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025