Keppni
Heil herdeild af Íslenskum fagmönnum til Danmörku | Fylgist með: #NKFiceland2015

Fylgist vel með tagginu #NKFiceland2015
Allar Instagram myndir verða birtar hér á forsíðunni og er þ.a.l. hægt að fylgjast vel með hópnum í beinni „Instagram“ útsendingu.
Eins og fram hefur komið þá er Norðurlandaþing matreiðslumanna haldið í Aalborg í Danmörku og hefst það á morgun 3. júní og stendur til 6. júní n.k., en samhliða þinginu verða haldnar hinar ýmsar keppnir svo sem Global chefs Challange norður Evrópu undanúrslit, Global Pastry chefs keppnin, Hans Buschkens Young chefs Challange.

Allir keppendur og dómarar. Fv. Rúnar Pierre Heriveaux, Atli Þór Erlendsson, Hafsteinn Ólafsson, Jóhannes Steinn Jóhannesson, Steinn Óskar Sigurðsson, Þráinn Freyr Vigfússon, Natascha Elisabet Fischer, Hafliði Ragnarsson og Axel Þorsteinsson
Mynd: Sveinbjörn Úlfarsson
Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem kemur til með að senda út fjölmarga Íslenska fagmenn sem keppa fyrir hönd Ísland, en keppnirnar, dagsetningar, keppendurnir og vinnustaðir þeirra eru:
Norður-Evrópu forkeppni á vegum Wacs, alþjóðlegra samtaka matreiðslumanna.
- Global Pastry Chefs Challenge 4. júní, Axel Þorsteinsson frá Apotek Restaurant
- Global Chefs Challenge 5. júní, Steinn Óskar Sigurðsson frá Vodafone
- Global Young Chefs Challenge 5. júní, Hafsteinn Ólafsson frá Apotek Restaurant
Norðurlandakeppni kokka og þjóna á vegum Norðurlandasamtaka matreiðslumanna.
- Nordic Chef 6. júní, Atli Þór Erlendsson frá Grillinu Hótel Sögu
- Nordic Chef Junior 6. júní, Rúnar Pierre Heriveaux frá Lava Bláa Lóninu
- Nordic Waiter 6.júní, Natascha Elisabet Fischer frá Kopar
Dómarar:
Dómari í Nordic Chef: Jóhannes Steinn Jóhannesson, Slippbarinn
Dómari í Global Chef & HB: Þráinn Freyr Vigfússon, Lava
Dómari í Global Pastry Chef: Hafliði Ragnarsson, Mosfellsbakarí
Iðunn Sigurðardóttir og Sölvi Steinn Helgason fara á ungliðaþing NKF sem haldið verður á sama tíma.
Hafliði Hallórsson, Andreas Jacobsen og nýkjörinn forseti KM Björn Bragi fara á NKF þingið en þar mun Björn Bragi taka formlega við stöðu Hafliða í stjórn NKF.
Allur þessi hópur fer til Aalborg á morgun miðvikudaginn 3. júní og koma heim aftur 7. júní n.k.
Fylgst verður vel með hópnum með (hashtag) merkinu #NKFiceland2015 hér á forsíðu veitingageirans.
Mynd: úr safni

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun