Markaðurinn
Hefur þú prófað að þeyta Ostakubb? – Grískur kjúklingur með þeyttum ostakubb
Innihald
1 kg úrbeinuð kjúklingalæri
4 hvítlauksgeirar
100 ml ólífuolía
Börkur af einni sítrónu, rifinn
Safi úr einni sítrónu
1 msk. dijon sinnep
2 msk. hunang
1 ½ tsk. sjávarsalt
½ tsk. svartur pipar
½ tsk. origano
½ tsk. chilliflögur
Þeyttur ostakubbur
250 g ostakubbur frá MS
60 g rjómaostur
2 msk. ólífuolía
Börkur af hálfri sítrónu
Safi af hálfri sítrónu
½ tsk. sjávarsalt
½ tsk. svartur pipar
Meðlæti
Litlir tómatar
Sítróna
Ferskur Kóríander
Ferskur graslaukur
Aðferð
- Setjið kjúklinginn í skál og setjið til hliðar. Blandið öllu saman fyrir marineringuna í skál þar til allt hefur blandast vel saman og hellið henni yfir kjúklinginn. Hrærið öllu vel saman þannig marineringin fari vel yfir allan kjúklinginn. Látið liggja í marineringu í 2 klst.
- Gott er að taka kjúklinginn út 20 mínútum áður en á að grilla hann. Grillið kjúklinginn þar til hann er orðinn fulleldaður.
- Skerið ostakubbinn í litla bita og setjið í skál ásamt rjómaosti, ólífuolíu, sítrónu og sítrónuberki, salti og pipar. Maukið allt saman í matvinnsluvél eða með töfrasprota þar til ostablandan verður orðin mjúk og slétt.
- Smyrjið þeytta ostakubbinum á fat og leggið grillaðan kjúklinginn yfir hann. Skerið niður litla tómata og raðið meðfram kjúklingnum ásamt sítrónusneiðum. Gott er að hella smá ólífuolíu yfir allt saman og krydda með ferskum kóríander og graslauk.
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanLífrænar nýrnabaunir innkallaðar vegna ólöglegs varnarefnis






