Markaðurinn
Hátíðarvörur Nóa Síríus hringja inn jólin
Það myndast alltaf einhver sérstök stemning þegar fyrstu hátíðarvörurnar frá Nóa Síríus skjóta upp kollinum og minna okkur á að jólin eru rétt handan við hornið. Klassíska Síríus súkkulaðið með piparkökunum er þegar komið í verslanir og hinar hátíðarvörurnar sem við þekkjum svo vel, Síríus súkkulaði með Bismark brjóstsykri og Síríus súkkulaði með appelsínubragði og sætu karamellukurli, eru væntanlegar á næstunni. Og svo er víst ný og spennandi hátíðarvara á leiðinni.
„Við elskum hefðir og hátíðarvörurnar eru ein sú allra skemmtilegasta,“
segir Alda Björk Larsen markaðsstjóri Nóa Síríus.
„Það er gaman að eiga þátt í því að búa til hátíðarskapið og margt fólk bíður spennt eftir þessum vörum á hverju hausti. Það er líka gaman að segja frá því að þetta haustið er væntanleg ný hátíðarvara í verslanir.“
Aðspurð segir Alda að nýja varan ætti að koma í búðir um miðjan október en þangað til verðum við bara að bíða spennt.
„Það er svo skemmtilegt að koma fólki á óvart,“
segir Alda að lokum og því látum við okkur bara dreyma um hvaða gómsætu lystisemdir við eigum í vændum.
Eins og allt Síríus súkkulaði þá eru hátíðarútgáfurnar vottaðar af Cocoa Horizons samtökunum. Með því er fyrirtækið hluti af því verkefni að tryggja sjálfbærni kakóræktunar til framtíðar. Þannig að hvort sem þitt uppáhald er Síríus Rjómasúkkulaði með piparkökum, Bismark molum eða appelsínubragði og karamellukurli, þá geturðu verið viss um að kakóhráefnið í það var ræktað við mannúðlegar aðstæður sem ógna ekki lífríki jarðar.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lifandi fréttavakt: sýningin Stóreldhúsið 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar keppir á morgun á heimsmeistaramótinu – Sendinefnd Íslands er mætt á Madeira
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Alvotech kokkarnir buðu upp á hrollvekjandi kræsingar – Uppskrift: Rauð flauelskaka með rjómaostakremi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni3 dagar síðan
Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
-
Keppni4 dagar síðan
Þessi keppa í Puratos-kökukeppninni á Stóreldhússýningunni á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni