Keppni
Hákon sigraði í Nemakeppni Kornax í bakstri 2019
Úrslitakeppni í Nemakeppni Kornax í bakstri 2019 fór fram síðastliðna tvo daga í bakaradeild Hótel- og matvælaskólans.
Þar kepptu þau Lena Björk Hjaltadóttir frá Sandholti, Hákon Hilmarsson hjá Aðalbakaranum á Siglufirði og Eyrún Margrét Eiðsdóttir hjá Reyni bakara.
Sjá einnig: Eyrún, Hákon og Lena keppa til úrslita í Nemakeppni Kornax 2019
Keppendur áttu að baka eina stóra brauðtegund, smábrauð og þrjár vínarbrauðstegundir að auki skraut-stykki sem var frjálst þema.
Úrslit urðu eftirfarandi:
1. sæti – Hákon Hilmarsson
2. sæti – Lena Björk Hjaltadóttir
3. sæti – Eyrún Margrét Eiðsdóttir
Þemað hjá Hákoni var kokteill en hann bauð upp á skemmtilegar útfærslur af brauði og og vínarbrauðum sem hann skírði hvert og eitt með kokteilheitum, Cosmopolitan, White Russian, Apple martini eða betur þekktur sem Appletini, fræga drykkinn Sex on the Beach, svo fátt eitt sé nefnt.
Fleiri myndir frá keppninni hér.
Það var meistarinn Stefán Gaukur Rafnsson hjá Kornax sem sýndi snapchat vinum veitingageirans keppnina. Meðfylgjandi myndir hér að neðan eru frá veitingageira-snappinu.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
















