Keppni
Hákon sigraði í Nemakeppni Kornax í bakstri 2019
Úrslitakeppni í Nemakeppni Kornax í bakstri 2019 fór fram síðastliðna tvo daga í bakaradeild Hótel- og matvælaskólans.
Þar kepptu þau Lena Björk Hjaltadóttir frá Sandholti, Hákon Hilmarsson hjá Aðalbakaranum á Siglufirði og Eyrún Margrét Eiðsdóttir hjá Reyni bakara.
Sjá einnig: Eyrún, Hákon og Lena keppa til úrslita í Nemakeppni Kornax 2019
Keppendur áttu að baka eina stóra brauðtegund, smábrauð og þrjár vínarbrauðstegundir að auki skraut-stykki sem var frjálst þema.
Úrslit urðu eftirfarandi:
1. sæti – Hákon Hilmarsson
2. sæti – Lena Björk Hjaltadóttir
3. sæti – Eyrún Margrét Eiðsdóttir
Þemað hjá Hákoni var kokteill en hann bauð upp á skemmtilegar útfærslur af brauði og og vínarbrauðum sem hann skírði hvert og eitt með kokteilheitum, Cosmopolitan, White Russian, Apple martini eða betur þekktur sem Appletini, fræga drykkinn Sex on the Beach, svo fátt eitt sé nefnt.
Fleiri myndir frá keppninni hér.
Það var meistarinn Stefán Gaukur Rafnsson hjá Kornax sem sýndi snapchat vinum veitingageirans keppnina. Meðfylgjandi myndir hér að neðan eru frá veitingageira-snappinu.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum
-
Frétt6 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa