Smári Valtýr Sæbjörnsson
Hagnaður Fabrikkunnar dregst saman
Hagnaður Nautafélagsins, sem heldur utan um rekstur Hamborgarafabrikkunnar, dróst saman um 62 prósent á síðasta ári og nam 8,7 milljónum króna miðað við 23 milljóna króna hagnað árið 2014.
Rekstrarhagnaður nam 11,7 milljónum króna en var 17,4 milljónir króna árið 2014, að því er fram kemur í Fréttablaðinu.
Eignir félagsins nema 203,7 milljónum króna. Þar af er helmingurinn falinn í innréttingum, áhöldum og tækjum.
Eigið fé félagsins nemur 63 milljónum króna og skuldir 140,7 milljónum króna.
Launagreiðslur námu 289 milljónum og hækkuðu um 41 milljón króna milli ára.
Stöðugildi voru að meðaltali 53 og fjölgaði þeim um fimm milli ára.
Nánari umfjöllun er hægt að nálgast á vefnum visir.is með því að smella hér.
Mynd: úr safni / veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn5 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu






