Smári Valtýr Sæbjörnsson
Hafliði Ragnarsson var kallaður „barnaperri“ í fjölmiðlum | Mun ekki gefa börnum nammi framar
Ég er búinn að banna starfsfólkinu að gefa börnunum nammi og mun ekki gera það sjálfur í framtíðinni heldur,
segir Hafliði Ragnarsson bakari og konfektgerðarmaður í samtali við Stundina.
Það er greinilega orðið hættulegt að vera góðhjartaður,
sagði Hafliði, en Stundin sagði frá því í síðustu viku að lögreglu hefðu borist tvær tilkynningar vegna karlmanns sem gæfi börnum sælgæti í Grafarholti.
Rætt var við Auði Hannesdóttur, móður sex ára stúlku sem hafði þegið sælgæti frá manni nálægt frístundaheimilinu Stjörnulandi þar síðasta þriðjudag.
Auði var mjög brugðið vegna atviksins og lét starfsfólk frístundaheimilisins strax vita. Í kjölfarið var sendur póstur á alla foreldra. Nú hefur komið í ljós að málið var í raun mjög saklaust en um var að ræða margverðlaunaðan konfektgerðarmann, Hafliða Ragnarsson, sem þekkti stúlku í hópnum. Hann segir börnin hafa komið að sér er hann gekk inn á vinnustaðinn.
Krakkarnir nálguðust mig, en ekki öfugt. Þau voru forvitin og spurðu hvað ég væri að gera. Ég sagðist vera að búa til súkkulaði og þá báðu þau mig um smakk. Ég hef nú leyft þeim að smakka áður og kona mín sömuleiðis. Í þessu tilviki þekkti ég stelpu í hópnum en hún er dóttir frænku minnar. Þannig ég gaf þeim eitthvað smáræði sem ég var með á borðinu hjá mér,
útskýrir Hafliði. Hann segir börn skiljanlega sýna konfektgerðinni mikinn áhuga. Sjálfur hafi hann sníkt nammi í nammiverksmiðjunum á þessum aldri.
Þau gera mjög mikið dyraat hjá okkur og eru forvitin. Bara eins og börn eru.
Greint frá á stundin.is
Mynd: mosfellsbakari.is

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun