Smári Valtýr Sæbjörnsson
Hafliði Ragnarsson var kallaður „barnaperri“ í fjölmiðlum | Mun ekki gefa börnum nammi framar
Ég er búinn að banna starfsfólkinu að gefa börnunum nammi og mun ekki gera það sjálfur í framtíðinni heldur,
segir Hafliði Ragnarsson bakari og konfektgerðarmaður í samtali við Stundina.
Það er greinilega orðið hættulegt að vera góðhjartaður,
sagði Hafliði, en Stundin sagði frá því í síðustu viku að lögreglu hefðu borist tvær tilkynningar vegna karlmanns sem gæfi börnum sælgæti í Grafarholti.
Rætt var við Auði Hannesdóttur, móður sex ára stúlku sem hafði þegið sælgæti frá manni nálægt frístundaheimilinu Stjörnulandi þar síðasta þriðjudag.
Auði var mjög brugðið vegna atviksins og lét starfsfólk frístundaheimilisins strax vita. Í kjölfarið var sendur póstur á alla foreldra. Nú hefur komið í ljós að málið var í raun mjög saklaust en um var að ræða margverðlaunaðan konfektgerðarmann, Hafliða Ragnarsson, sem þekkti stúlku í hópnum. Hann segir börnin hafa komið að sér er hann gekk inn á vinnustaðinn.
Krakkarnir nálguðust mig, en ekki öfugt. Þau voru forvitin og spurðu hvað ég væri að gera. Ég sagðist vera að búa til súkkulaði og þá báðu þau mig um smakk. Ég hef nú leyft þeim að smakka áður og kona mín sömuleiðis. Í þessu tilviki þekkti ég stelpu í hópnum en hún er dóttir frænku minnar. Þannig ég gaf þeim eitthvað smáræði sem ég var með á borðinu hjá mér,
útskýrir Hafliði. Hann segir börn skiljanlega sýna konfektgerðinni mikinn áhuga. Sjálfur hafi hann sníkt nammi í nammiverksmiðjunum á þessum aldri.
Þau gera mjög mikið dyraat hjá okkur og eru forvitin. Bara eins og börn eru.
Greint frá á stundin.is
Mynd: mosfellsbakari.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi