Vertu memm

Freisting

Gripið og greitt tekið til gjaldþrotaskipta

Birting:

þann

Birgðaverslunin Gripið og greitt í Reykjavík hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta og verður skiptafundur í mars.

Gert er ráð fyrir að kröfur í búið nemi um 100 til 150 milljónum króna, að sögn Vilhjálms Bergs, skiptastjóra.

Gripið og greitt var með verslun í Skútuvogi og bauð bæði upp á matvöru og sérvöru fyrir verslanir, mötuneyti, stofnanir, skip, ferðaþjónustu og einstaklinga með sérstakt matarklúbbskort.

Heimild til nauðasamninga
Vilhjálmur Berg segir að félagið hafi fengið heimild til að leita nauðasamninga en nauðsynleg fyrirgreiðsla hafi ekki fengist og því hafi stjórn þess ákveðið að setja ekki meira fé í félagið.

Í kjölfarið hafi stjórnin óskað eftir gjaldþrotaskiptum og gera megi ráð fyrir að kröfur í búið verði um 100 til 150 milljónir króna, en kröfulýsingar skulu sendar skiptastjóra fyrir 27. febrúar.

Skrá um lýstar kröfur liggur síðan frammi á skrifstofu hans síðustu viku fyrir skiptafundinn sem verður 8. mars.

 

Greint frá á Mbl.is

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið