Freisting
Gripið og greitt tekið til gjaldþrotaskipta
Birgðaverslunin Gripið og greitt í Reykjavík hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta og verður skiptafundur í mars.
Gert er ráð fyrir að kröfur í búið nemi um 100 til 150 milljónum króna, að sögn Vilhjálms Bergs, skiptastjóra.
Gripið og greitt var með verslun í Skútuvogi og bauð bæði upp á matvöru og sérvöru fyrir verslanir, mötuneyti, stofnanir, skip, ferðaþjónustu og einstaklinga með sérstakt matarklúbbskort.
Heimild til nauðasamninga
Vilhjálmur Berg segir að félagið hafi fengið heimild til að leita nauðasamninga en nauðsynleg fyrirgreiðsla hafi ekki fengist og því hafi stjórn þess ákveðið að setja ekki meira fé í félagið.
Í kjölfarið hafi stjórnin óskað eftir gjaldþrotaskiptum og gera megi ráð fyrir að kröfur í búið verði um 100 til 150 milljónir króna, en kröfulýsingar skulu sendar skiptastjóra fyrir 27. febrúar.
Skrá um lýstar kröfur liggur síðan frammi á skrifstofu hans síðustu viku fyrir skiptafundinn sem verður 8. mars.
Greint frá á Mbl.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun1 dagur síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina