Freisting
Gripið og greitt tekið til gjaldþrotaskipta
Birgðaverslunin Gripið og greitt í Reykjavík hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta og verður skiptafundur í mars.
Gert er ráð fyrir að kröfur í búið nemi um 100 til 150 milljónum króna, að sögn Vilhjálms Bergs, skiptastjóra.
Gripið og greitt var með verslun í Skútuvogi og bauð bæði upp á matvöru og sérvöru fyrir verslanir, mötuneyti, stofnanir, skip, ferðaþjónustu og einstaklinga með sérstakt matarklúbbskort.
Heimild til nauðasamninga
Vilhjálmur Berg segir að félagið hafi fengið heimild til að leita nauðasamninga en nauðsynleg fyrirgreiðsla hafi ekki fengist og því hafi stjórn þess ákveðið að setja ekki meira fé í félagið.
Í kjölfarið hafi stjórnin óskað eftir gjaldþrotaskiptum og gera megi ráð fyrir að kröfur í búið verði um 100 til 150 milljónir króna, en kröfulýsingar skulu sendar skiptastjóra fyrir 27. febrúar.
Skrá um lýstar kröfur liggur síðan frammi á skrifstofu hans síðustu viku fyrir skiptafundinn sem verður 8. mars.
Greint frá á Mbl.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðanMyndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið
-
Keppni3 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Uppskriftir3 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Frétt5 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar
-
Keppni4 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó





