Uppskriftir
Grilluð kindabjúgu – „já ef þetta sleppur ekki bara…“
Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af bjúgum en ákvað að gefa þessu nú séns svona á fullorðins árum og mundi þá eftir að þegar ég var að passa á yngri árunum þá hafði húsbóndinn á heimilinu alltaf eitthvað tilbúið fyrir mig að elda fyrir mig og guttann sem ég var að passa.
Einn daginn voru bjúgu og það sem mér þótti áhugaverðast var að hann hafði vafið þeim inn í álpappír og ég átti að grilla þau í ofninu og viti menn, þau voru svo mikið betri þannig, svo ég lagði í þetta núna aftur og já ef þetta sleppur ekki bara.
Skerið bjúgun í tvennt og kryddið þau með salt og pipar, mín hugmynd. Setjið inn í ofn eða í Air Fryer ef þið eigið hann til. ég setti í hann á um 8-10 mínútur.
Ég bjó til ekta kartöflu mús með bjúgunum. Ca 8-10 kartöflur, soðnar. Skrælaðar og stappaðar svo með smá smjöri/smjörlíki, mjólk og sykur.
Og karrísósu sem ég bakaði upp með smjörlíki og mjólk úr pakka frá Toró
Örugglega gott að prufa líka brúna sósu, geri það næst.
Höfundur er Ingunn Mjöll Sigurðardóttir hjá islandsmjoll.is

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Food & fun3 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Frétt3 dagar síðan
Starbucks dæmt til að greiða gríðarlegar bætur eftir brunaslys – greiðir 50 milljónir dala í bætur
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kjarnafæði-Norðlenska hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Drykkur býður í heimsókn til Stockholms Bränneri