Uppskriftir
Grilluð kindabjúgu – „já ef þetta sleppur ekki bara…“
Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af bjúgum en ákvað að gefa þessu nú séns svona á fullorðins árum og mundi þá eftir að þegar ég var að passa á yngri árunum þá hafði húsbóndinn á heimilinu alltaf eitthvað tilbúið fyrir mig að elda fyrir mig og guttann sem ég var að passa.
Einn daginn voru bjúgu og það sem mér þótti áhugaverðast var að hann hafði vafið þeim inn í álpappír og ég átti að grilla þau í ofninu og viti menn, þau voru svo mikið betri þannig, svo ég lagði í þetta núna aftur og já ef þetta sleppur ekki bara.
Skerið bjúgun í tvennt og kryddið þau með salt og pipar, mín hugmynd. Setjið inn í ofn eða í Air Fryer ef þið eigið hann til. ég setti í hann á um 8-10 mínútur.
Ég bjó til ekta kartöflu mús með bjúgunum. Ca 8-10 kartöflur, soðnar. Skrælaðar og stappaðar svo með smá smjöri/smjörlíki, mjólk og sykur.
Og karrísósu sem ég bakaði upp með smjörlíki og mjólk úr pakka frá Toró
Örugglega gott að prufa líka brúna sósu, geri það næst.
Höfundur er Ingunn Mjöll Sigurðardóttir hjá islandsmjoll.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt4 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður