Uppskriftir
Grilluð kindabjúgu – „já ef þetta sleppur ekki bara…“
Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af bjúgum en ákvað að gefa þessu nú séns svona á fullorðins árum og mundi þá eftir að þegar ég var að passa á yngri árunum þá hafði húsbóndinn á heimilinu alltaf eitthvað tilbúið fyrir mig að elda fyrir mig og guttann sem ég var að passa.
Einn daginn voru bjúgu og það sem mér þótti áhugaverðast var að hann hafði vafið þeim inn í álpappír og ég átti að grilla þau í ofninu og viti menn, þau voru svo mikið betri þannig, svo ég lagði í þetta núna aftur og já ef þetta sleppur ekki bara.
Skerið bjúgun í tvennt og kryddið þau með salt og pipar, mín hugmynd. Setjið inn í ofn eða í Air Fryer ef þið eigið hann til. ég setti í hann á um 8-10 mínútur.
Ég bjó til ekta kartöflu mús með bjúgunum. Ca 8-10 kartöflur, soðnar. Skrælaðar og stappaðar svo með smá smjöri/smjörlíki, mjólk og sykur.
Og karrísósu sem ég bakaði upp með smjörlíki og mjólk úr pakka frá Toró
Örugglega gott að prufa líka brúna sósu, geri það næst.
Höfundur er Ingunn Mjöll Sigurðardóttir hjá islandsmjoll.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk








