Vertu memm

Uppskriftir

Grillaður graflax á sænskan máta

Birting:

þann

Uppskrift þessi birtist í tölublaðinu Heimsmynd árið 1994. - Grillaður graflax á sænskan máta

2 laxaflök
1 bolli salt
1/2 bolli sykur
hvítur pipar, úr kvörn
dill, ferskt

Aðferð:

  1. Blandið saman salti og sykri og dreifið yfir laxinn, ásamt pipar og dilli.
  2. Látið liggja með kryddinu í 24 tíma. Grillið með roðinu í nokkrar mín. á hvorri hlið, þó aðeins lengur á roðhliðinni.

Graflaxsósa

2 msk. sænskt sinnep, kornað
2 msk. dijon-sinnep
2 msk. púðursykur
1 dl góð olía
1/2 dl púrtvín
1 búnt dill, ferskt

Aðferð:

  1. Blandið öllu vel saman og berið með laxinum.

Uppskrift þessi birtist í tölublaðinu Heimsmynd árið 1994.

Sigurður Lárus Hall - Siggi Hall

Sigurður Lárus Hall, betur þekktur sem Siggi Hall

Höfundur er Sigurður Lárus Hall matreiðslumeistari.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið