Vertu memm

Uppskriftir

Grillaðar Lambakótelettur – Helvítis kokkurinn kann´etta

Birting:

þann

Grillaðar Lambakótelettur - Helvítis kokkurinn kann´etta

Lambakótelettur 2 kg

Marinering:

2 msk Carolina reaper
100 gr olía
1 msk dijon sinnep
1 msk paprika
1 msk Insaporitori frá Olifa
salt og pipar

Klassískt kartöflusalat

1 kg soðnar kartöflur afhýddar
2 msk sýrður rjómi
4 msk mayo
1 tsk aromat
salt og pipar
1 skalottulaukur
8 soðin egg
10 gr graslaukur
10 gr steinselja
4 stk súrar gúrkur

Grillsósa Helvítis:

1 msk Helvítis eldpiparsulta – Surtsey og ananas
1 msk sýrður rjómi
1 msk Hellmans mayones
kóríander
steinselja
Salt og pipar

Hrásalat

100 gr hvítkál
100 gr rauðkál
½ epli
2 msk ananassafi
50 gr dole ananas
Kóriander
Dill
Safi úr ¼ af appelsínu
salt
Pipar

Grillaðar Lambakótelettur - Helvítis kokkurinn kann´etta

Aðferð

Marinering og kjöt

Blandið olíu, Helvítis eldpiparsultu Carolina Reaper og Bláberjum, Dijon sinnepi, paprikudufti og Insaporitori, saman og veltið kótelettum upp úr marineringunni og látið standa í um 1 klst við stofuhita. Grillið í 3 mín á hvorri hlið og kryddi með salti og pipar.

Kartöflusalat

Sjóðið kartöflur, kælið og skerið í bita. Saxið graslauk, shallot, súrar gúrkur, steinselju og egg. Blandið saman mayones, sýrðum rjóma, salti, pipar og aromati í skál. Blandið öllu saman í stórri skál og smakkið til með salti og pipar.

Hrásalat

Auglýsingapláss

Rífið niður hvítkál, rauðkál og epli með mandolíni og setjið í skál. Saltið og piprið blönduna. Hellið ananas og appelsínusafa yfir. Saxið ananas og kryddjurtir út í og blandið öllu vel saman

Helvítis grillsósan

Blandið saman Helvítis eldpiparsultu Surtsey og ananas, Hellmans mayonesi og sýrðum rjóma. Saxið kryddjurtir útí og blandið. Smakkið til með salti og pipar.

Horfið á þáttinn hér:

Höfundur er Ívar Örn Hansen betur þekktur sem Helvítis kokkurinn en hann kennir okkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á fimmtudögum á Stöð 2, Vísi og á Stöð 2+ í sumar.

Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.

Myndir: skjáskot úr myndbandi

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið