Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Gordon Ramsay hefur keypt Aubergine

Birting:

þann

Gordon Ramsay hefur keypt Aubergine

Gordon Ramsay hefur keypt veitingarstaðinn Aubergine í Chelsea þar sem ferill hans byrjaði yfir um 20 árum siðan. Ramsay byrjaði sem yfirkokkur á Aubergine árið 1993, en árið 1995 fékk Ramsay sina fyrstu Michelin stjörnu og árið 1997 fékk hann sína aðra Michelin stjöruna en á Aubergine hafa á meðal Marcus Wareing, Angela Hartnett og Mark Sargeant starfað. Gordon hætti á Aubergine árið 1998 eftir að Marcus Wareing var rekinn þaðan og allt starfsfólkið fylgdi honum sem orsakaði það að staðurinn lokaði á tímabili og missti báðar Michelin stjörnurnar.

Ramsay sagði að hann hefði verið í viðræðum við eigendur staðarins sem er nú Ítalskur veitingastaður sem heitir 11 Park Walk, en fyrir tveimur árum var Ramsay mjög áhugasamur á svæðinu og sagði Gordon ætla sér að setja um 1.2 milljón punda í breytingar á staðnum og áætlað að hann verði um 60 sæta veitingastaður sem opnar í ágúst n.k., en þó ekki undir Aubergine nafninu.

Með því að smella hér er hægt að horfa á þátt sem sýnir þegar Gordon hætti á Aubergine og hvernig Gordon veldið hófst.

Myndir: af netinu

twitter og instagram icon

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið