Vertu memm

Markaðurinn

Gómsætar bollur með hvítsúkkulaðimús frá Lindu Ben

Birting:

þann

 

Gómsætar bollur með hvítsúkkulaðimús frá Lindu Ben

Uppáhaldsdagur margra sælkera, bolludagurinn, er framundan og þá þarf nú aldeilis að tína til skemmtilegar uppskriftir að bollum til að gleðja svanga munna.

Linda Ben töfraði fram þessa dásamlegu uppskrift að vatnsdeigsbollum með einfaldri hvítsúkkulaðimús, sem eflaust mun gleðja ófáa bragðlauka á, og jafnvel fyrir, bolludaginn.

Bollur með einfaldri hvítsúkkulaðimús

Vatnsdeigsbollur

125 g smjör

1 msk sykur

275 ml vatn

170 g hveiti

1 tsk lyftiduft

½ tsk salt

3-4 egg

Aðferð:

1. Kveiktu á ofninum og stilltu á 180°C og blástur.

2. Smjör, sykur og vatn er sett í pott og soðið saman í 2-3 mín. Slökktu svo undir pottinum.

3. Hveiti, lyftiduft og salt er sett í skál, bættu því út í smjör-vatnið og hrærðu vel saman með sleif. Deigið á að vera þétt og lyftast upp frá brúnum pottsins. Láttu standa í 5 mín. Færðu deigið í hrærivél.

4. Settu þrjú egg út í deigið, eitt og eitt í einu og hrærðu þau vel saman við deigið. Vegna þess að egg eru misttór eru mismunandi hversu mikið þú þarft af seinasta egginu. Áferðin á deiginu á að vera þannig að deigið lekur hægt og svolítið erfiðlega af sleifinni á nokkrum sekúndum. Deigið á að halda nokkurveginn sömu lögun eftir að þú setur það á plötuna en ekki leka út og verða flatt. Settu seinasta eggið í litla skál og hrærðu það saman. Settu 1 msk af egginu í einu út í og hrærið vel á milli þangað til þú ert komin með rétta áferð á deigið.

5. Settu smjörpappír á ofnplötu og settu deigið í sprautupoka eða matskeiðar til að útbúa bollurnar (2 msk ein bolla). Hafðu gott pláss á milli bollanna því þær stækka mikið í ofninum, gott að miða við um það bil 12 bollur á hverja plötu.

6. Bollurnar eru bakaðar í 20-25 mín en ekki opna ofninn fyrr en allavega 20 mín eru liðnar. Þá er hægt að taka eina út og meta hversu margar mínútur bollurnar eiga eftir, en þú sérð það þegar þú opnar bolluna og sérð hversu blaut hún er inní.

Veisluþjónusta

Einföld hvítsúkkulaðimús

300 g Síríus hvítt súkkulaði

200 g rjómi

150 g Síríus súkkulaðiperlur

Aðferð:

1. Hitið rjómann í potti, hellið hvíta súkkulaðinu í skál og hellið heita rjómanum yfir, hrærið þar til súkkulaðið hefur allt bráðnað og samlagast rjómanum. Setjið blönduna í kæli.

2. Þegar blandan hefur kólnað setjið hana í hrærivél og þeytið þar til blandan verður loftmikil.

3. Setjið í sprautupoka með stórum opnum sttjörnustút og sprautið inn í bollurnar sem hafa verið skornar í tvennt.

4. Skreytið með súkkulaðiperlum og lokið bollunum.

Gómsætar bollur með hvítsúkkulaðimús frá Lindu Ben

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið