Starfsmannavelta
Gló kaupir Lifandi markað | Gló eldhúsið flutt í Kópavoginn
„Við ætlum að Glóa þetta upp“
, segir Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri veitingastaðarins Gló, sem hefur keypt þá tvo veitingastaði sem út af í þrotabúi Lifandi markaðar. Veitingastaðirnir eru í Fákafeni í Reykjavík og í Hæðasmára í Kópavogi. Kaupin voru innsigluð í síðustu viku. Elías segir stefnt á að ráða hluta starfsfólks Lifandi markaðar aftur. Töluverðar breytingar verða gerðar á báðum stöðunum. Stefnt er á að opna verslunina í Fákafeni í lok ágúst eða í september en veitingastaðinn í Hæðasmára í september eða í október. Fyrir rekur Gló þrjá veitingastaði, tvo í Reykjavík og einn í Hafnarfirði. Með kaupunum nú bætast tveir við.
Lifandi markaður var áður í eigu sjóðsins Auður I sem er í rekstri Virðingar. Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í byrjun mánaðar. Skiptastjóri seldi veitingastaðinn og verslunina í Borgartúni í vikubyrjun og hefur hann nú selt hina tvo, en frá þessu greinir Viðskiptablaðið.
Eldhúsið flutt í Kópavoginn
Elías segir markmiðið að opna verslun Gló í Fákafeninu þar sem verði boðið upp á ýmsar nýjungar. Þá verður þar hægt að kaupa mat og fara með. Eldhúsið verður flutt úr Engjateig í Kópavoginn og verður þar annar veitingastaður opnaður. Í eldhúsinu í Hæðarsmára verða grunnar í rétti eldaðir og undirbúnir og fluttir á hina veitingastaði Gló en þar eru jafnframt eldhús en minni í sniðum en verður í Hæðasmára.
Elías segir eldhúsið í Engjateig löngu sprungið og sé það ástæðan fyrir flutningnum. Þótt eldað verði í Kópavoginum þá sé tiltölulega mikil eldamennska á hverjum hinna veitingastaðanna.
Greint frá á vb.is
Mynd: Smári
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan