Starfsmannavelta
Gló kaupir Lifandi markað | Gló eldhúsið flutt í Kópavoginn
„Við ætlum að Glóa þetta upp“
, segir Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri veitingastaðarins Gló, sem hefur keypt þá tvo veitingastaði sem út af í þrotabúi Lifandi markaðar. Veitingastaðirnir eru í Fákafeni í Reykjavík og í Hæðasmára í Kópavogi. Kaupin voru innsigluð í síðustu viku. Elías segir stefnt á að ráða hluta starfsfólks Lifandi markaðar aftur. Töluverðar breytingar verða gerðar á báðum stöðunum. Stefnt er á að opna verslunina í Fákafeni í lok ágúst eða í september en veitingastaðinn í Hæðasmára í september eða í október. Fyrir rekur Gló þrjá veitingastaði, tvo í Reykjavík og einn í Hafnarfirði. Með kaupunum nú bætast tveir við.
Lifandi markaður var áður í eigu sjóðsins Auður I sem er í rekstri Virðingar. Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í byrjun mánaðar. Skiptastjóri seldi veitingastaðinn og verslunina í Borgartúni í vikubyrjun og hefur hann nú selt hina tvo, en frá þessu greinir Viðskiptablaðið.
Eldhúsið flutt í Kópavoginn
Elías segir markmiðið að opna verslun Gló í Fákafeninu þar sem verði boðið upp á ýmsar nýjungar. Þá verður þar hægt að kaupa mat og fara með. Eldhúsið verður flutt úr Engjateig í Kópavoginn og verður þar annar veitingastaður opnaður. Í eldhúsinu í Hæðarsmára verða grunnar í rétti eldaðir og undirbúnir og fluttir á hina veitingastaði Gló en þar eru jafnframt eldhús en minni í sniðum en verður í Hæðasmára.
Elías segir eldhúsið í Engjateig löngu sprungið og sé það ástæðan fyrir flutningnum. Þótt eldað verði í Kópavoginum þá sé tiltölulega mikil eldamennska á hverjum hinna veitingastaðanna.
Greint frá á vb.is
Mynd: Smári
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði