Vertu memm

Starfsmannavelta

Veitingastaðurinn Gló hættir starfsemi

Birting:

þann

Gló - Veitingastaður

Veitingastaðurinn Gló

Veitingastaðurinn Gló hættir starfsemi í dag eftir 17 ára rekstrarsögu en félagið hefur undanfarið rekið tvo staði í Fákafeni 11 og Austurstræti 17.

Saffran mun taka við rekstri veitingastaðanna við en vörumerkið Gló lifir þó áfram.

„Við þökkum ykkur kærlega fyrir viðskiptin í gegnum árin,“

segir í auglýsingu Gló á Facebook.

Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Heimkaupa og eigandi Gló, segir í samtali við Viðskiptablaðið að í síðasta mánuði hafi verið tekin ákvörðun um að einfalda rekstur staðarins.

„Eftir samtal við Saffran þá fannst okkur þetta góð lending. Gló lifir áfram sem vörumerki og verða vinsælustu skálaranar hjá Gló í boði á Saffran,“

segir Gréta í samtali við Viðskiptablaðið sem fjallar nánar um málið hér.

Mynd: facebook / Gló

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið