Frétt
Gistinætur á hótelum þrefaldast
Tekjur af erlendum ferðamönnum á 1. ársfjórðungi 2021 námu 7,8 milljörðum króna samanborið við 64,6 milljarða á sama tímabili árið 2020. Á tólf mánaða tímabili frá apríl 2020 til mars 2021 voru tekjur af erlendum ferðamönnum 60,2 milljarðar króna samanborið við 441 milljarða á tólf mánaða tímabili ári fyrr, að því er fram kemur á heimasíðu Hagstofu Íslands.
Í apríl voru 8.700 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli í samanburði við 1.262 í apríl í fyrra.
Áætlaðar gistinætur á hótelum í apríl voru 34.700 sem er nærri þreföldun frá apríl 2020 þegar gistinætur voru um 9.200. Gistinætur Íslendinga voru 26.100 (+323%) og gistinætur erlendra gesta 8.600 (+186%).
Í þessari útgáfu skammtímahagvísa ferðaþjónustu eru birtar uppfærðar tölur um þjónustuviðskipti við útlönd, gistinætur, skráningar bílaleigubíla frá Samgöngustofu, umferðartölur frá Vegagerðinni og farþegatalningu Ferðamálastofu auk talna um farþega- og flughreyfingar frá ISAVIA.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt1 dagur síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu






