Vertu memm

Frétt

Gistinætur á hótelum þrefaldast

Birting:

þann

Hótel - Hótelherbergi - Gisting

Tekjur af erlendum ferðamönnum á 1. ársfjórðungi 2021 námu 7,8 milljörðum króna samanborið við 64,6 milljarða á sama tímabili árið 2020. Á tólf mánaða tímabili frá apríl 2020 til mars 2021 voru tekjur af erlendum ferðamönnum 60,2 milljarðar króna samanborið við 441 milljarða á tólf mánaða tímabili ári fyrr, að því er fram kemur á heimasíðu Hagstofu Íslands.

Í apríl voru 8.700 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli í samanburði við 1.262 í apríl í fyrra.

Áætlaðar gistinætur á hótelum í apríl voru 34.700 sem er nærri þreföldun frá apríl 2020 þegar gistinætur voru um 9.200. Gistinætur Íslendinga voru 26.100 (+323%) og gistinætur erlendra gesta 8.600 (+186%).

Í þessari útgáfu skammtímahagvísa ferðaþjónustu eru birtar uppfærðar tölur um þjónustuviðskipti við útlönd, gistinætur, skráningar bílaleigubíla frá Samgöngustofu, umferðartölur frá Vegagerðinni og farþegatalningu Ferðamálastofu auk talna um farþega- og flughreyfingar frá ISAVIA.

Mynd: úr safni

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið