Frétt
Gistinætur á hótelum þrefaldast
Tekjur af erlendum ferðamönnum á 1. ársfjórðungi 2021 námu 7,8 milljörðum króna samanborið við 64,6 milljarða á sama tímabili árið 2020. Á tólf mánaða tímabili frá apríl 2020 til mars 2021 voru tekjur af erlendum ferðamönnum 60,2 milljarðar króna samanborið við 441 milljarða á tólf mánaða tímabili ári fyrr, að því er fram kemur á heimasíðu Hagstofu Íslands.
Í apríl voru 8.700 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli í samanburði við 1.262 í apríl í fyrra.
Áætlaðar gistinætur á hótelum í apríl voru 34.700 sem er nærri þreföldun frá apríl 2020 þegar gistinætur voru um 9.200. Gistinætur Íslendinga voru 26.100 (+323%) og gistinætur erlendra gesta 8.600 (+186%).
Í þessari útgáfu skammtímahagvísa ferðaþjónustu eru birtar uppfærðar tölur um þjónustuviðskipti við útlönd, gistinætur, skráningar bílaleigubíla frá Samgöngustofu, umferðartölur frá Vegagerðinni og farþegatalningu Ferðamálastofu auk talna um farþega- og flughreyfingar frá ISAVIA.
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Food & fun4 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
La Sommeliére vínkælar í úrvali fyrir veitingahús og veislusali
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Úrslit í kokteilkeppninni á degi heilags Patreks – Heimir sigraði með Irishman – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Endurnýjaðu án þess að sprengja budduna – Skoðaðu úrvalið af notuðum tækjum fyrir veitinga- og hótelrekstur