Frétt
Gistinætur á hótelum þrefaldast
Tekjur af erlendum ferðamönnum á 1. ársfjórðungi 2021 námu 7,8 milljörðum króna samanborið við 64,6 milljarða á sama tímabili árið 2020. Á tólf mánaða tímabili frá apríl 2020 til mars 2021 voru tekjur af erlendum ferðamönnum 60,2 milljarðar króna samanborið við 441 milljarða á tólf mánaða tímabili ári fyrr, að því er fram kemur á heimasíðu Hagstofu Íslands.
Í apríl voru 8.700 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli í samanburði við 1.262 í apríl í fyrra.
Áætlaðar gistinætur á hótelum í apríl voru 34.700 sem er nærri þreföldun frá apríl 2020 þegar gistinætur voru um 9.200. Gistinætur Íslendinga voru 26.100 (+323%) og gistinætur erlendra gesta 8.600 (+186%).
Í þessari útgáfu skammtímahagvísa ferðaþjónustu eru birtar uppfærðar tölur um þjónustuviðskipti við útlönd, gistinætur, skráningar bílaleigubíla frá Samgöngustofu, umferðartölur frá Vegagerðinni og farþegatalningu Ferðamálastofu auk talna um farþega- og flughreyfingar frá ISAVIA.
Mynd: úr safni
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé