Vertu memm

Uppskriftir

Gæsapaté

Birting:

þann

Gæsapaté - Grafinn svartfugl

Gæsapaté
Mynd: aðsend

500 g soð

440 g svínafita

400 g gæsakjöt

330 g svínalifur

50 g koníak

40 g hveiti

30 g undanrennuduft

15 g kryddblanda

10 g nitritsalt

10 g matarsalt

2 g hvítur pipar

Aðferð:

Góð kryddblanda er t.d. úr majoran, oreganó, rósmarín, rósapipar, grænpipar, svörtum heilum eða muldum pipar og grófmuldum einiberjum.

Svínafitan er soðin með kjötinu í potti. Gott er að setja smá lauk og þrjú lárviðarlauf með í soðið. Kjötið er hakkað gróft og geymt þar til síðast.

Svínalifur og soðin fita hökkuð og látin í matvinnsluvél. Salti, undanrennudufti og hveiti bætt við og unnið saman.

Hrært þar til góð binding hefur náðst.

Þá er kryddblöndunni og piparnum bætt við. Soðinu er hellt hægt út í og hrært vel. Að lokum er koníaki og grófhökkuðu kjötinu bætt út í og blandað saman með sleif. Form er klætt að innan með smjördegi og bakað með farsinu í um 30 mínútur við 220°C. Kælt vel í forminu. Hlaup er útbúið úr 5 dl af vatni og 1 dl af rifsberjasaft. Einnig má nota aðra berjasaft eða púrtvín.

Níu blöð af matarlími eru brædd og vökvanum bætt í. Hellt yfir patéið og látið stífna.

Landslið Kjötiðnaðarmanna

Friðrik Þór Erlingsson
Mynd úr safni / Jóhannes Geir Númason

Höfundur: Friðrik Þór Erlingsson, kjötiðnaðarmeistari

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið