Smári Valtýr Sæbjörnsson
Fyrsti Dunkin´ Donuts opnar á morgun | Fyrstu 50 viðskiptavinir fá fría kleinuhringi í heilt ár
Fyrsti Dunkin´ Donuts staðurinn á Íslandi verður opnaður á Laugavegi 3 klukkan 9:00 á morgun, miðvikudaginn 5. ágúst. Mikið stendur til en staðurinn er sá fyrsti í röðinni af alls sextán stöðum sem verða opnaðir á næstu fimm árum hér á landi. Mikill spenningur er fyrir komu Dunkin´ Donuts hingað til lands og er búist við að fjöldi manns verði við opnunina, en fyrstu 50 viðskiptavinir sem mæta í röðina fá klippikort sem færir þeim kassa með 6 kleinuhringjum í hverri viku í heilt ár.
Til fróðleiks um Dunkin’ Donuts
Dunkin’ Donuts var stofnað árið 1950 og hefur síðan þá verið einn af uppáhalds stöðum Bandaríkjamanna til að næla sér í hágæða kaffi og bakkelsi. Fyrirtækið er leiðandi á markaði í heitum og köldum kaffidrykkjum, kleinuhringjum, beyglum og möffins og hefur níu ár í röð náð fyrsta sæti í flokki kaffifyrirtækja hjá Brand Keys þegar kemur að hollustu við viðskiptavini sína. Veitingastaðir Dunkin´ Donuts eru í dag 11.300 talsins í 36 löndum víða um heim. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Canton, Massachusetts og er Dunkin’ Donuts hluti af Dunkin’ Brands Group, Inc.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel19 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi