Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Fyrsti Dunkin´ Donuts opnar á morgun | Fyrstu 50 viðskiptavinir fá fría kleinuhringi í heilt ár

Birting:

þann

Dunkin' Donuts á Laugavegi 3

Dunkin´ Donuts kleinuhringjastaðurinn verður staðsettur við Laugaveg 3, þar sem Buddha Café var áður til húsa.
Mynd: skjáskot af google korti

Dunkin’Donuts

Dunkin’ Donuts
Mynd: dunkindonuts.com

Fyrsti Dunkin´ Donuts staðurinn á Íslandi verður opnaður á Laugavegi 3 klukkan 9:00 á morgun, miðvikudaginn 5. ágúst. Mikið stendur til en staðurinn er sá fyrsti í röðinni af alls sextán stöðum sem verða opnaðir á næstu fimm árum hér á landi. Mikill spenningur er fyrir komu Dunkin´ Donuts hingað til lands og er búist við að fjöldi manns verði við opnunina, en fyrstu 50 viðskiptavinir sem mæta í röðina fá klippikort sem færir þeim kassa með 6 kleinuhringjum í hverri viku í heilt ár.

Til fróðleiks um Dunkin’ Donuts
Dunkin’ Donuts var stofnað árið 1950 og hefur síðan þá verið einn af uppáhalds stöðum Bandaríkjamanna til að næla sér í hágæða kaffi og bakkelsi. Fyrirtækið er leiðandi á markaði í heitum og köldum kaffidrykkjum, kleinuhringjum, beyglum og möffins og hefur níu ár í röð náð fyrsta sæti í flokki kaffifyrirtækja hjá Brand Keys þegar kemur að hollustu við viðskiptavini sína. Veitingastaðir Dunkin´ Donuts eru í dag 11.300 talsins í 36 löndum víða um heim. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Canton, Massachusetts og er Dunkin’ Donuts hluti af Dunkin’ Brands Group, Inc.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið