Smári Valtýr Sæbjörnsson
Fyrsti Dunkin´ Donuts opnar á morgun | Fyrstu 50 viðskiptavinir fá fría kleinuhringi í heilt ár

Dunkin´ Donuts kleinuhringjastaðurinn verður staðsettur við Laugaveg 3, þar sem Buddha Café var áður til húsa.
Mynd: skjáskot af google korti
Fyrsti Dunkin´ Donuts staðurinn á Íslandi verður opnaður á Laugavegi 3 klukkan 9:00 á morgun, miðvikudaginn 5. ágúst. Mikið stendur til en staðurinn er sá fyrsti í röðinni af alls sextán stöðum sem verða opnaðir á næstu fimm árum hér á landi. Mikill spenningur er fyrir komu Dunkin´ Donuts hingað til lands og er búist við að fjöldi manns verði við opnunina, en fyrstu 50 viðskiptavinir sem mæta í röðina fá klippikort sem færir þeim kassa með 6 kleinuhringjum í hverri viku í heilt ár.
Til fróðleiks um Dunkin’ Donuts
Dunkin’ Donuts var stofnað árið 1950 og hefur síðan þá verið einn af uppáhalds stöðum Bandaríkjamanna til að næla sér í hágæða kaffi og bakkelsi. Fyrirtækið er leiðandi á markaði í heitum og köldum kaffidrykkjum, kleinuhringjum, beyglum og möffins og hefur níu ár í röð náð fyrsta sæti í flokki kaffifyrirtækja hjá Brand Keys þegar kemur að hollustu við viðskiptavini sína. Veitingastaðir Dunkin´ Donuts eru í dag 11.300 talsins í 36 löndum víða um heim. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Canton, Massachusetts og er Dunkin’ Donuts hluti af Dunkin’ Brands Group, Inc.
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni3 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu






