Sverrir Halldórsson
Fyrrum Sous chef hjá Dinner by Heston verður Executive chef á 28-50
Graham Jessop fyrrverandi Sous chef hjá Dinner by Heston Blumenthal, hefur tekið við stöðu executive chef hjá 28- 50 og mun stjórna eldhúsinu á þeim þremur stöðum sem eru undir merkjum 28- 50.
Hann mun þróa nýja rétti á matseðla staðarins og geta gestir staðarins gætt sér á réttum sem tilheyra klassísku frönsku bistro, svo sem 28 daga hangið US rib-eye, þorsk og brasseraðan blaðlauk.
Graham er ættaður frá Ástralíu og hefur unnið á Michelin stöðum eins og Foliage, The Square, The Greenhouse og eins og áður segir Dinner by Heston áður en hann slóst i hópinn á 28-50.
En eins og menn vita þá eru þeir Xavier Rousset vínþjónn og Agnar Sverrisson matreiðslumaður stofnendur og eigendur á 28- 50 stöðunum.
Einnig skal þess getið að sömu aðilar eiga og reka 1 Michelinstjörnu-staðinn Texture í London.
Vonandi verður þessi ráðning til þess að auka hróður þessa staða í framtíðinni.
Myndir: 2850.co.uk

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars