Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Fyrrum Sous chef hjá Dinner by Heston verður Executive chef á 28-50

Birting:

þann

28-50

Graham Jessop fyrrverandi Sous chef hjá Dinner by Heston Blumenthal, hefur tekið við stöðu executive chef hjá 28- 50 og mun stjórna eldhúsinu á þeim þremur stöðum sem eru undir merkjum 28- 50.

Hann mun þróa nýja rétti á matseðla staðarins og geta gestir staðarins gætt sér á réttum sem tilheyra klassísku frönsku bistro, svo sem 28 daga hangið US rib-eye, þorsk og brasseraðan blaðlauk.

Graham er ættaður frá Ástralíu og hefur unnið á Michelin stöðum eins og Foliage, The Square, The Greenhouse og eins og áður segir Dinner by Heston áður en hann slóst i hópinn á 28-50.

En eins og menn vita þá eru þeir Xavier Rousset vínþjónn og Agnar Sverrisson matreiðslumaður stofnendur og eigendur á 28- 50 stöðunum.

Einnig skal þess getið að sömu aðilar eiga og reka 1 Michelinstjörnu-staðinn Texture í London.

Vonandi verður þessi ráðning til þess að auka hróður þessa staða í framtíðinni.

 

Myndir: 2850.co.uk

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið