Markaðurinn
Fullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
Þessar stökku kartöflur henta ótrúlega vel sem meðlæti með mat eða einar sér sem forréttur eða partýréttur.
Innihald:
800 g kartöflur
1 dós sýrður rjómi 10% frá Gott í matinn
200 g rifinn gratínostur frá Gott í matinn
límóna
1 stk. vorlaukur
fersk steinselja eftir smekk
hvítlaukskrydd
ólífuolía
Aðferð:
Skref 1
- Sjóðið kartöflurnar í söltu vatni í 20 mínútur og færið yfir á tvær ofnplötur með bökunarpappír
- Skerið kartöflurnar í tvennt og hellið smá ólífuolíu yfir og kremjið þær með glasi. Það er sniðugt að setja smá olíu á botninn á glasinu, þá festist það síður við kartöflurnar.
- Reynið að hafa kartöflurnar þunnar, þá verða þær stökkari.
Skref 2
- Kryddið kartöflurnar með salti, pipar og hvítlaukskryddi.
- Setjið smá gratínost ofan á hverja kartöflu.
- Bakið kartöflurnar í ofni við 190°C í um 30 mínútur eða þar til osturinn verður gullinbrúnn.
Skref 3
- Á meðan kartöflurnar eru í ofninum er sósan búin til.
- Setjið sýrðan rjóma í skál ásamt safa úr einni límónu, salti, pipar og hvítlaukskryddi og blandið saman. Það má einnig nota ferskan hvítlauk fyrir sterkara hvítlauksbragð.
- Skerið vorlaukinn smátt steinseljunni og blandið saman við sósuna.
- Gott að geyma smá niðurskorna steinselju til að setja yfir kartöflurnar sem skraut í lokin.
- Berið sósuna orin fram með kartöflunum.
Höfundur: Helga Magga – gottimatinn.is
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar3 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík






