Nemendur & nemakeppni
Framreiðslunemar í heimsókn á Edition og Uppi bar
Nemendur í öðrum bekk framreiðslu við Hótel og matvælaskólann fóru nýverið í fræðandi vettvangsferð til Reykjavíkur þar sem þau kynntu sér starfsemi á tveimur þekktum veitinga- og gististöðum borgarinnar.
Á The Reykjavik Edition fengu þau hlýjar móttökur hjá Katrínu Sigurðardóttur, aðstoðarsölustjóra hótelsins. Hún tók nemendur í gegnum hinar fjölbreyttu aðstæður hótelsins, sýndi þeim sali, bari, heilsulind og herbergi og fór yfir hvað Edition-merkimiðinn stendur fyrir innan Marriot-keðjunnar, að því er fram kemur í Facebook-færslu Menntaskólans í Kópavogi.
Eftir heimsóknina á Edition lá leiðin á Uppibar þar sem Styrmir Bjarki Smárason tók á móti hópnum. Styrmir er fyrrum framreiðslunemi í Hótel og matvælaskólanum sem hefur á síðustu árum aflað sér víðtækrar reynslu í fagsviðinu. Hann sagði frá starfinu á veitingastaðnum, framtíðaráformum og sinni eigin starfsreynslu, meðal annars frá hálfs árs dvöl á þriggja stjörnu Michelin veitingastaðnum Maaemo í Osló þar sem hann starfaði á fullum launum.
Ferðin var bæði hvetjandi og lærdómsrík fyrir nemendur sem fengu innsýn í faglega framreiðslu, þjónustu og metnað á hæsta stigi.
Myndir: mk.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús








