Markaðurinn
Framleiðsla hefst á Ísey Skyri í Rússlandi
Þann 13. júní s.l. fór fram vígsluathöfn í tilefni af upphafi skyrframleiðslu í Rússlandi undir vörumerkinu Ísey Skyr sem er í eigu Mjólkursamsölunnar. Að framleiðslunni stendur rússneska félagið IcePro LLC sem er í meirihlutaeigu Kaupfélags Skagfirðinga en að félaginu koma einnig rússneskir fjárfestar, þar á meðal IceCorpo RUS, en í gegnum það félag hefur Kaupfélag Skagfirðinga ásamt hjónunum Sigurjóni Bjarnasyni og Katerinu Gerisimovu rekið rússneskt félag, IceCorpo LLC, sem hefur fengist við sölu á íslensku lambakjöti í Rússlandi síðustu þrjú ár.
IcePro hefur samið við rússneska mjólkurframleiðandann, Lactika JSC, um framleiðslu og dreifingu á skyrinu undir sérleyfissamningi við Mjólkursamsöluna. IcePro og Lactika standa síðan saman að markaðssetningu vörunnar. Undirbúningur framleiðslu og dreifingar hefur staðið undafarna mánuði og verður skyrið komið í hillur nokkurra verslunarkeðja í Moskvu og Pétursborg um næstu mánaðamót.
Markmið IcePro er að ná 5.000 tonna ársframleiðslu fyrir rússlandsmarkað innan þriggja ára. Til samanburðar eru framleidd árlega um 3.000 tonn af skyri á Íslandi.
Heildarfjárfesting innlendra og erlendra fjárfesta nemur um 500 milljónum íslenskra króna.
Ari Edwald, forstjóri MS segir;
„Það er sérstakt ánægjuefni fyrir Mjólkursamsöluna að þessum áfanga séð náð. Vörumerkið Ísey Skyr er á mikilli siglingu um heiminn og Rússland er 150 milljón manna markaður, sem bætist nú við markaði eins og Bandaríkin, Norðurlöndin, Bretland, Sviss, Ítalíu, Benelux löndin svo eitthvað sé nefnt. Við erum full bjartsýni á gengi skyrsins í Rússlandi enda varan sem þeir eru að framleiða hér frábær og stenst okkar ýtrustu gæðakröfur.
Undirbúningur verkefnisins hefur tekið tvö ár. Allar markaðsrannsóknir sem við höfum gert benda til þess að skyrið eigi mjög góða möguleika á að verða vinsæl vara í Rússlandi. Nú þegar höfum við hlotið verðlaun í keppni framleiðenda mjólkurvara, fyrir bragð og útlit skyrsins.“
Íslensku Landsliðskokkarnir í knattspyrnu:
Katarina Geresimova, framkvæmdastjóri IcePro LLC:
„Gaman er að geta þess að við sérframleiddum skyr fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu og sendum þeim 650 dósir áður en þeir komu á hótelið. Einungis tveimur dögum síðar kom pöntun upp á 850 dósir til viðbótar. Ég bjó á Íslandi í 10 ár og veit hvað varan er sérstök. Umræðan í Rússlandi snýst í vaxandi mæli um próteinríkar, heilsusamlegar matvörur og er sá hluti markaðarins í örum vexti. Ég er því mjög bjartsýn og hlakka til að takast á við uppbyggingu Ísey Skyr vörumerkisins hér í Rússlandi.“
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt21 klukkustund síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan