Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fosshótelkeðjan stækkar
Fosshótel vinnur að opnun á nýjum hótelum. Annað hótelið er á Fáskrúðsfirði, Fosshótel Austfirðir, og mun það opna vorið 2014. Hitt hótelið er við Höfðatorg í Reykjavík, Fosshótel Reykjavík, og stefnt er á opnun þess vorið 2015.
Fosshótel Austfirðir, er þriggja störnu hótel staðsett á Fáskrúðsfirði og mun það opna næsta vor. Hótelið er glæsilegt í alla staði. Þar verða til að byrja með 26 herbergi en þeim mun fjölga síðar í 32 herbergi. Öll herbergin eru fullbúin og með baði. Einnig verður veglegur veitingastaður sem mun rúma allt að 60 manns. Byggingin sem hótelið verður í er merkilegt að mörgu leiti sem og saga þess og er eitt af helstu kennileitum Fákskrúðsfjarðar, Franska spítalanum. Franski spítalinn var reistur árið 1903 og tekinn í notkun árið 1904. Hann var einn þriggja spítala sem byggðir voru á Íslandi af franska ríkinu til að þjóna fjölda franskra fiskimanna sem stunduðu veiðar við landið.
Fosshótel Reykjavík, verður glæsilegt þriggja stjörnu plús hótel sem stefnt er að opna um vorið 2015. Hótelið verður á 16 hæðum með 342 herbergjum og staðsett við Höfðatorg í Reykjavík. Á hótelinu verður rekinn glæsilegur veitingastaður og þrír fundarsalir, að því er fram kemur á fosshotel.is.
Myndir: fosshotel.is
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi