Viðtöl, örfréttir & frumraun
Fosshótelið í Stykkishólmi opnar á ný eftir miklar endurbætur – Ómar rammar inn dönsku jólaveisluna – Myndir
Í september opnaði Fosshótelið í Stykkishólmi eftir gagngerar breytingar. Mikið var um dýrðir þegar hótelið var formlega opnað á ný, þar sem gestir voru boðnir í kræsingar og tónlistaveislu sem að tónlistarfólk úr bænum sáu um að skemmta.
Það voru síðan bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson sem sáu um skemmtun fram eftir kvöldi.
Miklar endurbætur voru gerðar við hótelið, en bætt var við hæð þar sem 14 ný herbergi bættust við, þar af 6 fjölskylduherbergi. Uppgerður salur (gamla félagsheimilið) salurinn fékk að halda útlitinu en búið er að taka allt í gegn.
Þar var bætt við gluggum, settur pallur, nýr skjávarpi sem býður nú upp á frábæra aðstöðu fyrir ráðstefnur/fundi og veislur af öllu tagi fyrir allt að 300 manns.
Í salnum er dansgólf (gryfja), svið, skjávarpi, tjald og fullkomið hljóðkerfi.
Nýr bar og glæsilegt seturými og ný móttaka.
Eins var gert ráð fyrir því í framkvæmdum að hægt verði að stækka hótelið enn meira í framtíðinni.
Yfirkokkur hótelsins er Ómar Stefánsson. Ómar lærði fræðin sín í Danmörku hjá meistaranum Erwin Lauterbach eiganda Saison á árunum 2003 til 2007. Hann var meðlimur í kokkalandsliðinu og hefur starfað á flestum betri veitingastöðum Reykjavíkur.
Veitingastaðurinn á Fosshótel Stykkishólmi leggur áherslu á hráefni af Breiðafjarðarsvæðinu svo sem bláskel, hörfuskel, ferskur fiskur, þörungar og fleira ( sjá matseðil hér). Frá veitingasalnum er einstakt útsýni yfir Stykkishólm og eyjarnar á Breiðafirði.
Dönsk jólaveisla í Stykkishólmi
Hér má sjá lystauka að hætti Ómars sem rammar inn dönsku jólaveisluna frá og með 25. nóvember.
Síld á rúgbrauði
sinnep, pikklaður skarlottulaukur, radísur, þurrkuð eggjarauða
Grafinn lax
agúrka, epli, hrogn, dill
Skarkoli
seljurótar remúlaði, fennel
Andabringa
rauðrófa, jarðskokkar, andagljái
Purusteik eða Kalkúnabringa
brúnaðar kartöflur, rauðkál, brún sósa, rifsber
Milliréttur
greni og jógúrt
Ris a la mande
Kirsuber og möndlur
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla