Frétt
Forréttabarnum verður lokað um stund
„Við gætum þurft að byrja á núlli,“
segir veitingamaðurinn Róbert Ólafsson í samtali við Fréttablaðið, en Róbert er eigandi eins vinsælasta veitingastaðar landsins, Forréttabarsins sem er til húsa við Nýlendugötu 14.
Til stendur að ráðast í endurbætur á húsinu sem myndu hafa í för með sér að loka þyrfti veitingastaðnum um hríð.
Forréttabarinn er í þriðja sæti yfir bestu veitingastaði landsins á vefsíðunni TripAdvisor. Staðurinn fær þar 4,5 stjörnur af fimm mögulegum.
Jens Sandholt, annar eigenda hússins, segir að hugur eigendanna standi til að gera húsið upp frá grunni, í þeim anda sem það var byggt.
„Húsið er orðið afar illa farið og þarfnast algjörrar endurnýjunar,“
segir hann við Fréttablaðið. Um sé að ræða gamalt iðnaðarhús sem sé óeinangrað að hluta.
Nánari umfjöllun er hægt að lesa á visir.is hér.
Mynd: forrettabarinn.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Frétt4 dagar síðan
Tafir á heilbrigðiseftirliti veitingastaða í New York valda áhyggjum
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum