Frétt
Forréttabarnum verður lokað um stund
„Við gætum þurft að byrja á núlli,“
segir veitingamaðurinn Róbert Ólafsson í samtali við Fréttablaðið, en Róbert er eigandi eins vinsælasta veitingastaðar landsins, Forréttabarsins sem er til húsa við Nýlendugötu 14.
Til stendur að ráðast í endurbætur á húsinu sem myndu hafa í för með sér að loka þyrfti veitingastaðnum um hríð.
Forréttabarinn er í þriðja sæti yfir bestu veitingastaði landsins á vefsíðunni TripAdvisor. Staðurinn fær þar 4,5 stjörnur af fimm mögulegum.
Jens Sandholt, annar eigenda hússins, segir að hugur eigendanna standi til að gera húsið upp frá grunni, í þeim anda sem það var byggt.
„Húsið er orðið afar illa farið og þarfnast algjörrar endurnýjunar,“
segir hann við Fréttablaðið. Um sé að ræða gamalt iðnaðarhús sem sé óeinangrað að hluta.
Nánari umfjöllun er hægt að lesa á visir.is hér.
Mynd: forrettabarinn.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.