Food & fun
Food and Fun á Grand Brasserie dagana 5.-8. mars
Gestakokkur Grand Brasserie á Food & Fun 2020 heitir Kiran Deeny og kemur frá hinu margrómaða veitingahúsi HIDE í London en þar er hann hægri hönd Ollie Dabbous, yfirmatreiðslumeistara veitingahússins.
HIDE opnaði 2018 á Picadilly og skartar glæsilegri hönnun og óviðjafnanlegu útsýni yfir Green Park. Matseldin einkennist af árstíðarbundnum hráefnum og þykir upplifunin ólík öllu öðru sem áður hefur sést. Veitingahúsið hlaut á dögunum sína fyrstu Michelin stjörnu en vonir standa til þess að þær verði fleiri í náinni framtíð.
Kiran Deeny er 28 ára og hóf matreiðsluferil sinn aðeins 17 ára. Hann hefur starfað á Michelin veitingahúsum í London og Kaupmannahöfn, þar á meðal Geranium sem er mörgum íslenskum matgæðingum kunnugur.
Á HIDE sérhæfir Kiran Deeny sig í smakkseðlinum sem hann hefur þróað og unnið í nánu samstarfi við með fyrrnefndum Ollie Dabbous, yfirmatreiðslumeistara HIDE.
Sérstakur 5 rétta vegan seðill frá Kiran verður í boði ásamt Food and Fun seðlinum.
Glæsilegur matseðill:
Fyrsti réttur
Romaine salat – Ostru dressing, skjaldflétta.
Forréttur
Sellerírót – Ofnbökuð selerírót dashi, sýrt sellerí, þaraolía, fjörujurtir.
Fiskréttur
Léttsaltaður þorskur – Reykt hvítvínssósa, spínat, ostrulauf, sjávartrufflur.
Aðalréttur
Dádýr – Hvítlauksolía, reykt rauðrófumauk, grillað endive salat, sítrónudressing, estragon.
Eftirréttur
Skyr ís – Dill granita.
Verð:
8.900 kr.
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini








