Vertu memm

Markaðurinn

FLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk

Birting:

þann

FLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk

Fimmtudaginn 29. janúar verður sérstakt kvöld á Múlaberg á Akureyri þegar viðburðurinn FLOTIÐ snýr aftur í nýrri útgáfu. Um er að ræða svokallaða leikmannaskiptingu þar sem þjónar fara í eldhúsið og kokkar taka á móti gestum í sal, þetta tiltekna kvöld.

FLOTIÐ var fyrst haldið í febrúar 2024 og vakti mikla athygli. Mikill fjöldi gesta lagði leið sína á staðinn og færri komust að en vildu. Að sögn Móniku Sólar Jóhannsdóttur, yfirþjóns á Múlabergi, var kvöldið bæði stressandi og ótrúlega skemmtilegt. Hún segir að viðbrögð gesta hafi komið starfsfólki á óvart og stemningin verið eftirminnileg.

Þótt ekki hafi staðið til að endurtaka leikinn strax hefur starfsfólkið nú jafnað sig og ákveðið að bjóða aftur upp á viðburðinn. Að þessu sinni undir heitinu FLOTIÐ 2.0.

Gestir kaupa miða á 2.000 krónur og fá fyrir það 15 prósenta afslátt af mat og drykk auk fordrykkjar að andvirði 1.500 króna. Að öðru leyti er kvöldið eins og venjulega þegar komið er út að borða á Múlabergi. Lögð er áhersla á að gestir fái framúrskarandi mat og þjónustu og eru þeir hvattir til að láta vita hvernig til tekst, hvort sem allt gengur fullkomlega eða ekki.

Markmiðið með FLOTINU er fyrst og fremst að læra af hvoru öðru og setja sig í spor samstarfsfólks. Um leið er þetta leið til að styrkja teymið og skapa sameiginlega upplifun sem situr eftir. Starfsfólk Múlabergs lýsir verkefninu sem áskorun sem tekin er af ástríðu fyrir faginu og með það í huga að eiga saman einstaka vakt.

Gestum er boðið hjartanlega velkomið á FLOTIÐ 2.0 fimmtudaginn 29. janúar og er hægt að bóka borð á heimasíðu Múlabergs.

Facebook viðburður hér.

Mynd: facebook / Múlaberg

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið